Fleiri fréttir Haglél á stærð við hafnarbolta Hávaðarok og haglél á stærð við hafnarbolta hafa dunið yfir Texas um helgina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í veðurofsanum, en miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum og vegum. 30.4.2006 19:00 Fráleitt að gera kjarnorkuárás á Íran Það er fráleitt að íhuga að gera kjarnorkuárásir á Íran segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í sjónvarpsviðtali í gær sagðist Powell jafnframt hafa ráðlagt George Bush að senda fleiri hermenn til Íraks, en á það hafi ekki verið hlustað. 30.4.2006 19:00 Vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra Vitundarvakning er að verða í málefnum geðfatlaðra. Aukin þjónustu- og búsetuúrræði er meðal þess sem koma skal í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. 30.4.2006 18:45 Keppir í kappakstri Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, hófst í London í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson er meðal keppenda og fetar þar í fótspor ekki ómerkari kappa en Burt Reynolds, Hugh Hefners og fjölmargra stjarna. Kappaksturinn er þó ekki viðurkennd keppni svo keppendur geta auðveldlega komist í kast við lögin, virði þeir ekki hraðatakmarkanir á leið sinni. 30.4.2006 18:45 Bandaríkjamanninum sleppt Bandarískum blaðamanni Edward Caraballo, var sleppt úr fangelsi í Afganistan í dag eftir að hafa setið inni meirihluta tveggja ára fangelsisdóms sem hann fékk fyrir að pynta Afgana í fangelsi í Kabúl. 30.4.2006 17:37 Blair óvinsæll Sextíu og sex prósent Breta finnst að Tony Blair standi sig illa sem forsætisráðherra. Þá segir helmingur þeirra spillingarmál þjaka ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Þetta kemur fram í könnun sem Sunday Times birtir í dag. Blair hefur lýst yfir því að hann láti af embætti áður en kjörtímabilinu lýkur. Búist er við því að Gordon Brown fjármálaráðherra taki við af honum. 30.4.2006 15:22 Húsið gjörónýtt Íbúðarhús brann til kaldra kola á Þórshöfn í nótt. Enginn var í húsinu. Eldsins varð fyrst vart laust eftir miðnætti þegar tveir menn áttu leið eftir Langanesveginum og sáu töluverðan reyk leggja frá húsinu og kölluðu þeir strax á hjálp. Illa gekk að ráða niðurlögum eldsins, einkum vegna byggingarlags hússins. Um er að ræða gamalt hús að sögn eiganda. Slökkviliðsmenn vöktuðu húsið allt til morguns en það stendur mjög nærri tveimur öðrum húsum. Að sögn lögreglu eru eldsupptök ókunn. 30.4.2006 15:20 Vilja framlengja neyðarlög gegn hryðjuverkum Egypska lögreglan skaut mann til bana og handsamaði fjóra aðra snemma í morgun í aðgerðum vegna hryðjuverkanna í Dahab. Ríkisstjórn landsins hefur krafist þess að neyðarlög vegna hryðjuverka verði framlengd. 30.4.2006 12:30 90.000 manns hafa flúið heimili sín 90.000 manns hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín í Írak undanfarið vegna átaka á milli Sjía og Súnnía. Bandarískar hersveitir hafa drepið og handsamað nærri eitt hundrað árásarmenn undanfarnar vikur. 30.4.2006 12:15 Súðavíkurhreppur eykur hlut sinn í Aðlöðun Súðavíkurhreppur hefur veitt sveitastjóra heimild til að kaupa hlutafé í beitufyrirtækinu Aðlöðun fyrir allt af sjö milljónum króna. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að Súðavíkurhreppur eigi fyrir 28,03% í félaginu. Aðlöðun hefur boðað til hluthafafundar þann 12. maí en í boðun hluthafafundar er gert ráð fyrir hækkun hlutafjár í félaginu um allt að 25 milljónum króna á genginu 1,0. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á nýjum hlut í samræmi við hlutafjáreign sína, samkvæmt samþykkt félagsins. 30.4.2006 11:45 Hreinsunarátak við strendur landsins Samtökin Veraldarvinir eru að hefja stórátak til að hreinsa strandlengju landsins. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að stefnt sé að hreinsa alla strandlengju landsins á árunum 2006 til 2011. Strendur verða hreinsaðar á fjórum stöðum í sumar, við Tálknafjörð, Vík í Mýrdal, Fjarðarbyggð og Siglufjörð. Stefnt er að því að fjarlægja allt rusl, kortleggja stærri svæði og gera áætlanir um hvernig hægt sé að þrífa þau í framtíðinni. 30.4.2006 11:24 Súkkulaðihátíð í Belgíu Súkkulaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkulaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag. 30.4.2006 11:00 Á 149 km hraða Sautján ára gamall drengur var stöðvaður á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvolsvöll í gærkvöld eftir að ökutæki hans var mælt á 149 km hraða. Bíllinn var fullur af farþegum. 30.4.2006 10:45 Fíkniefnamál í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi gerði upptækt lítilsháttar magn af kannabisefni og amfetamíni í nótt. Þrír voru handteknir vegna málsins en þeir voru allir gómaðir við venjubundið eftirlit. Allir voru þeir góðkunningjar lögreglunnar en eftir yfirheyrslur fengu mennirnir að fara til síns heima og telst málið upplýst. 30.4.2006 10:30 Segir Íransforseta minna á Hitler Forseti Írans er siðblindingi sem minnir á Adolf Hitler. Þetta segir Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, sem biður til guðs að Íranar komi sér ekki upp kjarnorkuvopnum. 30.4.2006 10:15 Sjötíu hafa fallið í apríl Bandaríkjamenn verða að búa sig undir frekari fórnir og erfiðleika í Írak sagði George Bush Bandaríkjaforseti í útvarpsávarpi í gær. Meira en sjötíu bandarískir hermenn hafa fallið í Írak í apríl og hafa ekki fleiri hermenn fallið í einum mánuði á þessu ári. 30.4.2006 09:58 Maður sleginn í andlitið Maður á þrítugsaldri varð fyrir árás við Hverfisbarinn á Hverfisgötu um fimmleytið í morgun. 30.4.2006 09:57 Kona á pallbíl stingur lögguna af Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um óeðlilegt aksturslag konu á pallbíl í Ártúnsbrekkunni rétt upp úr átta í gærkvöld. 30.4.2006 09:52 Súkkúlaðihátíð í Belgíu Súkkúlaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkúlaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag. 29.4.2006 21:00 Sex ára í háskólakennslu Sex ára undrabarn frá Mexíkó heldur fyrirlestra um beinþynningu fyrir læknisfræðinema á háskólastigi. Sjálfur neitar drengurinn því að hann sé snillingur og segist bara venjulegur strákur sem hafi gaman af að læra. 29.4.2006 20:00 Vélsleðamaðurinn fundinn Maðurinn sem leitað var á Langjökli síðan klukkan níu í morgun fannst heill á húfi nú rétt áðan. Hann fannst vestan við Klakk, rakur og kaldur en á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. 29.4.2006 18:34 Mældist á um 180 km hraða Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann sem mældist á um 180 kílómetra hraða í gær. Annar ökumaður reyndi að stinga lögreglunna af eftir að hann hafði mælst á um 160 kílómetra hraða. Sá hafnaði utan vegar og á yfir höfði sé háar sektir því hann reyndist einnig vera ölvaður. 29.4.2006 17:03 Setuverkfalli aflýst á Sunnuhlíð Ófaglært starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi samþykktu nýja kjarasmaninga og aflýsti setuverkfalli á fjórða tímanum í dag. Starfsemin er komin í eðlilegt horf. Samningar hafa því tekist á öllum dvalar- og hjúkrunarheimilunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ófaglærðir hafa verið í kjarabaráttu síðustu vikurnar. 29.4.2006 16:34 Ætla ekki að hætta auðgun úrans Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans sama hvað tautar og raular. Þeir eru hins vegar tilbúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið ef öryggisráðið hættir að fjalla um kjarnorkuþróun landsins. Þrjár þjóðir í öryggisráðinu vilja refsa Írönum þegar í stað. 29.4.2006 16:19 Gagnrýnir ummæli Sveins Andra Hreinn Loftsson hæstarréttarlögfræðingur hefur gert athugasemd við ummæli Sveins Andra Sveinssonar hæstarréttarlögmanns í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hreinn gagnrýnir Svein fyrir að tjá sig um hver hugsanleg niðurstaða yrði í málinu á hendur Jón Ásgeiri Jóhannessyni og fleiri aðilum. 29.4.2006 16:07 Silvía Nótt gefur út ljóðabók Silvía Nótt áritaði nýútkomna ljóðabók sína, Teardrops of wisdom, eða viskutár, í húsakynnum B&L í dag. Fjöldi manns var samankomin til að bera stórstjörnuna augum og eins og sönn stjarna mætti Silvía Nótt aðeins of seint. 29.4.2006 15:45 Hvarf úr sumarbústað í Lóni Óskað var eftir aðstoð Björgunarfélags Hornafjarðar og lögreglu við leit á tólf ára gömlum strák sem hvarf frá sumarhúsi í Gjádal í Lóni um klukkan eitt í dag. Liðsmenn björgunarfélagsins voru komnir á staðinn skömmu síðar og hófu strax leit. Drengurinn fannst um klukkan tvö en hann hafði þá farið úr sumarhúsinu í fússi og falið sig í nágrenninu. 29.4.2006 15:17 Eimskip kaupir tvö ný skip Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur skrifað undir samning um smíði á tveimur frystiskipum fyrir 3.120 milljónir íslenska króna. 29.4.2006 14:11 Setuverkfall enn á Sunnuhlíð Samningar náðust milli ófaglærðra á Hrafnistu og forstöðumanna dvalar- og hjúkrunarheimilisins síðdegis í gær. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, þá eiga aðeins ófaglærðir á Sunnuhlíð í Kópavogi eftir að semja. 29.4.2006 12:59 Mannfall, hörmungar og ógæfa Bandaríkjamenn hafa ekkert uppskorið nema mannfall, hörmungar og ógæfu af innrásinni í Írak. Þetta segir Ayman al-Zawari, næstráðandi al-Kæda í landinu. Fyrrverandi yfirmaður við Abu Ghraib fangelsið hefur verið ákærður vegna pyntinga og annarra mannréttindabrota við fangelsið. 29.4.2006 12:31 Samningar náðust Samningar náðust milli ófaglærðra á Hrafnistu og forstöðumanna dvalar- og hjúkrunarheimilisins síðdegis í gær. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, þá eiga aðeins ófaglærðir á Sunnuhlíð í Kópavogi eftir að semja. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra, segir að ófaglærðum hafi verið boðið 15-22% launahækkanir, eftir launaflokkum. Hún segist þá ánægð með að samningar hafi náðst en setuverkfalli lauk um leið og launahækkanir höfðu verið samþykktar. Setuverkfall er enn í gangi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Ófaglærðir munu funda með forstöðumönnum Sunnuhlíðar klukkan tvö í dag. 29.4.2006 12:20 Varnarmálin rædd Utanríkismálanefnd Alþingis situr nú á fundi þar sem Geir Haarde, utanríkisráðherra gerir henni grein fyrir útkomunni í viðræðulotunni um varnarmál við Bandaríkjamenn í fyrradag. 29.4.2006 12:07 Leitað að vélsleðamanni Fjölmennt lið björgunarsveita er að fara af stað til að leita að vélsleðamanni sem er týndur á Langjökli. Maðurinn var ásamt þremur félögum sínum á jöklinum, þegar þeir týndu honum og ekkert hefur til hans spurst síðan. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg eru björgunarmenn rétt í þessu að leggja af stað upp á jökulinn. 29.4.2006 12:04 Ástandið versnar ár frá ári Á síðasta ári létust 42 einstaklingar á Landspítalanum á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Þetta kemur fram árskýrslu Landsspítalans. Lækningaforstjóri segir ástandið með öllu ólíðandi og að bregðast verði við strax. 29.4.2006 11:32 Veðurmet Veðurmet fyrir Kirkjubæjarklaustur í aprílmánuði er að líkindum fallið, en það er frá árinu 1962. Hitinn í aprílmánði komst þá í 15,7 gráður en klukkan 15 í gær komst hitinn á Klaustri í 17,9 gráður. 29.4.2006 10:52 Róleg nótt Þrátt fyrir mikinn mannfjölda í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld, fóru skemmtanahöld vel fram að mestu. Þó voru átta teknir fyrir ölvunarakstur en samkvæmt lögreglu var ekki um ofurölvun að ræða í neinu tilvikanna. Samkvæmt lögreglunni voru útköll óvenjufá þessa nóttina en veður var gott og því var búist við annasamri nótt. 29.4.2006 10:49 Ákærður vegna pyntinga Fyrrverandi yfirmaður við Abu Ghraib fangelsið hefur verið ákærður vegna pyntinga og annarra mannréttindabrota við fangelsið. Steve Jordan, sem lengi vel fór fyrir yfirheyrslum við fangelsið, er æðsti embættismaðurinn sem hefur verið ákærður vegna mannréttindabrotanna. Tíu fyrrverandi undirmenn hans hafa auk þess verið ákærðir fyrir illa meðferð á föngum við Abu Ghraib. 29.4.2006 10:47 Harður árekstur Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Vesturlandsvegar og Skeiðarvogs í Reykjavík rétt upp úr klukkan sjö í morgun. Einn var fluttur á slysadeild Landsspítalann til aðhlynningar en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaður keyrði í gegnum girðingu sem liggur á milli akgreina á miklubrautinni skammt vestan við skeiðavog um sjöleitið í morgun. Ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, var með minnitáttar áverka en hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Hann var einn í bíl sínum. 29.4.2006 10:45 Tilbúnir að hleypa þeim inn Íranar segjast reiðubúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið, gegn því að kjarnorkumál landsins verði tekin af borði öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Aðstoðar kjarnorkumála ráðherra landsins segir hins vegar að það komi ekki til greina að hætta auðgun úrans. Það er það sem vestræn ríki, með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar, hafa lagt ofuráherslu á og því ekkert útlit fyrir annað en að deilan haldi áfram. 29.4.2006 10:43 Lokað fyrir umferð um Dyrhólaey Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir almenna umferð um Dyrhólaey frá 1. maí næstkomandi og til með 25. júní. Umhverfistofnun mun jafnframt, í samráði við landeigendur og nytjaréttarhafa, fylgjast með varpi á eynni og skoða hvort opna eigi fyrr fyrir umferð á Háey. 29.4.2006 09:15 Kraflar hefur það gott í Húsdýragarðinum Höfðinginn mikli, Kraflar frá Miðsitju, hefur dvalið í góðu yfirlæti í Húsdýragarðinum í vetur. Klárinn lítur ótrúlega vel út og að sögn dýrahirða í garðinum er hann hvers manns hugljúfi. Kraflar er alltaf jafn unglegur og ef ekki væri fyrir gráu hárin í enni hans myndi maður alveg getað trúað því að þarna væri ungfoli á ferð. Feldurinn svartur og glansandi, byggingin létt og fasið unglegt. 29.4.2006 09:02 Vegurinn um Þrengslin lýstur upp Vonast er til að vegurinn um Þrengslin verði upplýstur í kringum næstu áramót. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir þá hafa boðið Vegagerðinni að taka þátt í að lýsa einnig upp Hellisheiðina. 28.4.2006 23:28 Sammála um að aðgerða þörf í málefnum aldraðra Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru sammála um að aðgerða sé þörf í málefnum aldraðra. Formaður Félags eldri borgara segir það kröfu félagsins að málefnin aldraðra verði alfarið færð til sveitafélaganna. 28.4.2006 23:00 Aðeins eftir að semja í Sunnuhlíð Samningar hafa tekist milli ófaglærðra á Hrafnistu og forstöðumanna dvalar- og hjúkrunarheimilisins. Eftir því sem fréttastofa NFS kemst næst, þá eiga aðeins ófaglærðir á Sunnuhlíð í Kópavogi eftir að semja. 28.4.2006 22:45 Kosningarnar framundan lita Gustsmálin Kosningarnar í vor hafa hugsanlega áhrif á deilurnar sem sprottnar eru upp um kaup á húsum á hinu svokallaða Gustssvæði, segir talsmaður viðræðunefndar Gusts. Forsvarsmenn félagsins sáu sig knúna til að kalla til fundar í kvöld til að skýra málin fyrir félagsmönnum. 28.4.2006 22:37 Sjá næstu 50 fréttir
Haglél á stærð við hafnarbolta Hávaðarok og haglél á stærð við hafnarbolta hafa dunið yfir Texas um helgina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í veðurofsanum, en miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum og vegum. 30.4.2006 19:00
Fráleitt að gera kjarnorkuárás á Íran Það er fráleitt að íhuga að gera kjarnorkuárásir á Íran segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í sjónvarpsviðtali í gær sagðist Powell jafnframt hafa ráðlagt George Bush að senda fleiri hermenn til Íraks, en á það hafi ekki verið hlustað. 30.4.2006 19:00
Vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra Vitundarvakning er að verða í málefnum geðfatlaðra. Aukin þjónustu- og búsetuúrræði er meðal þess sem koma skal í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. 30.4.2006 18:45
Keppir í kappakstri Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, hófst í London í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson er meðal keppenda og fetar þar í fótspor ekki ómerkari kappa en Burt Reynolds, Hugh Hefners og fjölmargra stjarna. Kappaksturinn er þó ekki viðurkennd keppni svo keppendur geta auðveldlega komist í kast við lögin, virði þeir ekki hraðatakmarkanir á leið sinni. 30.4.2006 18:45
Bandaríkjamanninum sleppt Bandarískum blaðamanni Edward Caraballo, var sleppt úr fangelsi í Afganistan í dag eftir að hafa setið inni meirihluta tveggja ára fangelsisdóms sem hann fékk fyrir að pynta Afgana í fangelsi í Kabúl. 30.4.2006 17:37
Blair óvinsæll Sextíu og sex prósent Breta finnst að Tony Blair standi sig illa sem forsætisráðherra. Þá segir helmingur þeirra spillingarmál þjaka ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Þetta kemur fram í könnun sem Sunday Times birtir í dag. Blair hefur lýst yfir því að hann láti af embætti áður en kjörtímabilinu lýkur. Búist er við því að Gordon Brown fjármálaráðherra taki við af honum. 30.4.2006 15:22
Húsið gjörónýtt Íbúðarhús brann til kaldra kola á Þórshöfn í nótt. Enginn var í húsinu. Eldsins varð fyrst vart laust eftir miðnætti þegar tveir menn áttu leið eftir Langanesveginum og sáu töluverðan reyk leggja frá húsinu og kölluðu þeir strax á hjálp. Illa gekk að ráða niðurlögum eldsins, einkum vegna byggingarlags hússins. Um er að ræða gamalt hús að sögn eiganda. Slökkviliðsmenn vöktuðu húsið allt til morguns en það stendur mjög nærri tveimur öðrum húsum. Að sögn lögreglu eru eldsupptök ókunn. 30.4.2006 15:20
Vilja framlengja neyðarlög gegn hryðjuverkum Egypska lögreglan skaut mann til bana og handsamaði fjóra aðra snemma í morgun í aðgerðum vegna hryðjuverkanna í Dahab. Ríkisstjórn landsins hefur krafist þess að neyðarlög vegna hryðjuverka verði framlengd. 30.4.2006 12:30
90.000 manns hafa flúið heimili sín 90.000 manns hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín í Írak undanfarið vegna átaka á milli Sjía og Súnnía. Bandarískar hersveitir hafa drepið og handsamað nærri eitt hundrað árásarmenn undanfarnar vikur. 30.4.2006 12:15
Súðavíkurhreppur eykur hlut sinn í Aðlöðun Súðavíkurhreppur hefur veitt sveitastjóra heimild til að kaupa hlutafé í beitufyrirtækinu Aðlöðun fyrir allt af sjö milljónum króna. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að Súðavíkurhreppur eigi fyrir 28,03% í félaginu. Aðlöðun hefur boðað til hluthafafundar þann 12. maí en í boðun hluthafafundar er gert ráð fyrir hækkun hlutafjár í félaginu um allt að 25 milljónum króna á genginu 1,0. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á nýjum hlut í samræmi við hlutafjáreign sína, samkvæmt samþykkt félagsins. 30.4.2006 11:45
Hreinsunarátak við strendur landsins Samtökin Veraldarvinir eru að hefja stórátak til að hreinsa strandlengju landsins. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að stefnt sé að hreinsa alla strandlengju landsins á árunum 2006 til 2011. Strendur verða hreinsaðar á fjórum stöðum í sumar, við Tálknafjörð, Vík í Mýrdal, Fjarðarbyggð og Siglufjörð. Stefnt er að því að fjarlægja allt rusl, kortleggja stærri svæði og gera áætlanir um hvernig hægt sé að þrífa þau í framtíðinni. 30.4.2006 11:24
Súkkulaðihátíð í Belgíu Súkkulaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkulaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag. 30.4.2006 11:00
Á 149 km hraða Sautján ára gamall drengur var stöðvaður á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvolsvöll í gærkvöld eftir að ökutæki hans var mælt á 149 km hraða. Bíllinn var fullur af farþegum. 30.4.2006 10:45
Fíkniefnamál í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi gerði upptækt lítilsháttar magn af kannabisefni og amfetamíni í nótt. Þrír voru handteknir vegna málsins en þeir voru allir gómaðir við venjubundið eftirlit. Allir voru þeir góðkunningjar lögreglunnar en eftir yfirheyrslur fengu mennirnir að fara til síns heima og telst málið upplýst. 30.4.2006 10:30
Segir Íransforseta minna á Hitler Forseti Írans er siðblindingi sem minnir á Adolf Hitler. Þetta segir Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, sem biður til guðs að Íranar komi sér ekki upp kjarnorkuvopnum. 30.4.2006 10:15
Sjötíu hafa fallið í apríl Bandaríkjamenn verða að búa sig undir frekari fórnir og erfiðleika í Írak sagði George Bush Bandaríkjaforseti í útvarpsávarpi í gær. Meira en sjötíu bandarískir hermenn hafa fallið í Írak í apríl og hafa ekki fleiri hermenn fallið í einum mánuði á þessu ári. 30.4.2006 09:58
Maður sleginn í andlitið Maður á þrítugsaldri varð fyrir árás við Hverfisbarinn á Hverfisgötu um fimmleytið í morgun. 30.4.2006 09:57
Kona á pallbíl stingur lögguna af Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um óeðlilegt aksturslag konu á pallbíl í Ártúnsbrekkunni rétt upp úr átta í gærkvöld. 30.4.2006 09:52
Súkkúlaðihátíð í Belgíu Súkkúlaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkúlaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag. 29.4.2006 21:00
Sex ára í háskólakennslu Sex ára undrabarn frá Mexíkó heldur fyrirlestra um beinþynningu fyrir læknisfræðinema á háskólastigi. Sjálfur neitar drengurinn því að hann sé snillingur og segist bara venjulegur strákur sem hafi gaman af að læra. 29.4.2006 20:00
Vélsleðamaðurinn fundinn Maðurinn sem leitað var á Langjökli síðan klukkan níu í morgun fannst heill á húfi nú rétt áðan. Hann fannst vestan við Klakk, rakur og kaldur en á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. 29.4.2006 18:34
Mældist á um 180 km hraða Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann sem mældist á um 180 kílómetra hraða í gær. Annar ökumaður reyndi að stinga lögreglunna af eftir að hann hafði mælst á um 160 kílómetra hraða. Sá hafnaði utan vegar og á yfir höfði sé háar sektir því hann reyndist einnig vera ölvaður. 29.4.2006 17:03
Setuverkfalli aflýst á Sunnuhlíð Ófaglært starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi samþykktu nýja kjarasmaninga og aflýsti setuverkfalli á fjórða tímanum í dag. Starfsemin er komin í eðlilegt horf. Samningar hafa því tekist á öllum dvalar- og hjúkrunarheimilunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ófaglærðir hafa verið í kjarabaráttu síðustu vikurnar. 29.4.2006 16:34
Ætla ekki að hætta auðgun úrans Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans sama hvað tautar og raular. Þeir eru hins vegar tilbúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið ef öryggisráðið hættir að fjalla um kjarnorkuþróun landsins. Þrjár þjóðir í öryggisráðinu vilja refsa Írönum þegar í stað. 29.4.2006 16:19
Gagnrýnir ummæli Sveins Andra Hreinn Loftsson hæstarréttarlögfræðingur hefur gert athugasemd við ummæli Sveins Andra Sveinssonar hæstarréttarlögmanns í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hreinn gagnrýnir Svein fyrir að tjá sig um hver hugsanleg niðurstaða yrði í málinu á hendur Jón Ásgeiri Jóhannessyni og fleiri aðilum. 29.4.2006 16:07
Silvía Nótt gefur út ljóðabók Silvía Nótt áritaði nýútkomna ljóðabók sína, Teardrops of wisdom, eða viskutár, í húsakynnum B&L í dag. Fjöldi manns var samankomin til að bera stórstjörnuna augum og eins og sönn stjarna mætti Silvía Nótt aðeins of seint. 29.4.2006 15:45
Hvarf úr sumarbústað í Lóni Óskað var eftir aðstoð Björgunarfélags Hornafjarðar og lögreglu við leit á tólf ára gömlum strák sem hvarf frá sumarhúsi í Gjádal í Lóni um klukkan eitt í dag. Liðsmenn björgunarfélagsins voru komnir á staðinn skömmu síðar og hófu strax leit. Drengurinn fannst um klukkan tvö en hann hafði þá farið úr sumarhúsinu í fússi og falið sig í nágrenninu. 29.4.2006 15:17
Eimskip kaupir tvö ný skip Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur skrifað undir samning um smíði á tveimur frystiskipum fyrir 3.120 milljónir íslenska króna. 29.4.2006 14:11
Setuverkfall enn á Sunnuhlíð Samningar náðust milli ófaglærðra á Hrafnistu og forstöðumanna dvalar- og hjúkrunarheimilisins síðdegis í gær. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, þá eiga aðeins ófaglærðir á Sunnuhlíð í Kópavogi eftir að semja. 29.4.2006 12:59
Mannfall, hörmungar og ógæfa Bandaríkjamenn hafa ekkert uppskorið nema mannfall, hörmungar og ógæfu af innrásinni í Írak. Þetta segir Ayman al-Zawari, næstráðandi al-Kæda í landinu. Fyrrverandi yfirmaður við Abu Ghraib fangelsið hefur verið ákærður vegna pyntinga og annarra mannréttindabrota við fangelsið. 29.4.2006 12:31
Samningar náðust Samningar náðust milli ófaglærðra á Hrafnistu og forstöðumanna dvalar- og hjúkrunarheimilisins síðdegis í gær. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, þá eiga aðeins ófaglærðir á Sunnuhlíð í Kópavogi eftir að semja. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra, segir að ófaglærðum hafi verið boðið 15-22% launahækkanir, eftir launaflokkum. Hún segist þá ánægð með að samningar hafi náðst en setuverkfalli lauk um leið og launahækkanir höfðu verið samþykktar. Setuverkfall er enn í gangi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Ófaglærðir munu funda með forstöðumönnum Sunnuhlíðar klukkan tvö í dag. 29.4.2006 12:20
Varnarmálin rædd Utanríkismálanefnd Alþingis situr nú á fundi þar sem Geir Haarde, utanríkisráðherra gerir henni grein fyrir útkomunni í viðræðulotunni um varnarmál við Bandaríkjamenn í fyrradag. 29.4.2006 12:07
Leitað að vélsleðamanni Fjölmennt lið björgunarsveita er að fara af stað til að leita að vélsleðamanni sem er týndur á Langjökli. Maðurinn var ásamt þremur félögum sínum á jöklinum, þegar þeir týndu honum og ekkert hefur til hans spurst síðan. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg eru björgunarmenn rétt í þessu að leggja af stað upp á jökulinn. 29.4.2006 12:04
Ástandið versnar ár frá ári Á síðasta ári létust 42 einstaklingar á Landspítalanum á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Þetta kemur fram árskýrslu Landsspítalans. Lækningaforstjóri segir ástandið með öllu ólíðandi og að bregðast verði við strax. 29.4.2006 11:32
Veðurmet Veðurmet fyrir Kirkjubæjarklaustur í aprílmánuði er að líkindum fallið, en það er frá árinu 1962. Hitinn í aprílmánði komst þá í 15,7 gráður en klukkan 15 í gær komst hitinn á Klaustri í 17,9 gráður. 29.4.2006 10:52
Róleg nótt Þrátt fyrir mikinn mannfjölda í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld, fóru skemmtanahöld vel fram að mestu. Þó voru átta teknir fyrir ölvunarakstur en samkvæmt lögreglu var ekki um ofurölvun að ræða í neinu tilvikanna. Samkvæmt lögreglunni voru útköll óvenjufá þessa nóttina en veður var gott og því var búist við annasamri nótt. 29.4.2006 10:49
Ákærður vegna pyntinga Fyrrverandi yfirmaður við Abu Ghraib fangelsið hefur verið ákærður vegna pyntinga og annarra mannréttindabrota við fangelsið. Steve Jordan, sem lengi vel fór fyrir yfirheyrslum við fangelsið, er æðsti embættismaðurinn sem hefur verið ákærður vegna mannréttindabrotanna. Tíu fyrrverandi undirmenn hans hafa auk þess verið ákærðir fyrir illa meðferð á föngum við Abu Ghraib. 29.4.2006 10:47
Harður árekstur Harður árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Vesturlandsvegar og Skeiðarvogs í Reykjavík rétt upp úr klukkan sjö í morgun. Einn var fluttur á slysadeild Landsspítalann til aðhlynningar en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Ökumaður keyrði í gegnum girðingu sem liggur á milli akgreina á miklubrautinni skammt vestan við skeiðavog um sjöleitið í morgun. Ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, var með minnitáttar áverka en hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Hann var einn í bíl sínum. 29.4.2006 10:45
Tilbúnir að hleypa þeim inn Íranar segjast reiðubúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið, gegn því að kjarnorkumál landsins verði tekin af borði öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Aðstoðar kjarnorkumála ráðherra landsins segir hins vegar að það komi ekki til greina að hætta auðgun úrans. Það er það sem vestræn ríki, með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar, hafa lagt ofuráherslu á og því ekkert útlit fyrir annað en að deilan haldi áfram. 29.4.2006 10:43
Lokað fyrir umferð um Dyrhólaey Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir almenna umferð um Dyrhólaey frá 1. maí næstkomandi og til með 25. júní. Umhverfistofnun mun jafnframt, í samráði við landeigendur og nytjaréttarhafa, fylgjast með varpi á eynni og skoða hvort opna eigi fyrr fyrir umferð á Háey. 29.4.2006 09:15
Kraflar hefur það gott í Húsdýragarðinum Höfðinginn mikli, Kraflar frá Miðsitju, hefur dvalið í góðu yfirlæti í Húsdýragarðinum í vetur. Klárinn lítur ótrúlega vel út og að sögn dýrahirða í garðinum er hann hvers manns hugljúfi. Kraflar er alltaf jafn unglegur og ef ekki væri fyrir gráu hárin í enni hans myndi maður alveg getað trúað því að þarna væri ungfoli á ferð. Feldurinn svartur og glansandi, byggingin létt og fasið unglegt. 29.4.2006 09:02
Vegurinn um Þrengslin lýstur upp Vonast er til að vegurinn um Þrengslin verði upplýstur í kringum næstu áramót. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir þá hafa boðið Vegagerðinni að taka þátt í að lýsa einnig upp Hellisheiðina. 28.4.2006 23:28
Sammála um að aðgerða þörf í málefnum aldraðra Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru sammála um að aðgerða sé þörf í málefnum aldraðra. Formaður Félags eldri borgara segir það kröfu félagsins að málefnin aldraðra verði alfarið færð til sveitafélaganna. 28.4.2006 23:00
Aðeins eftir að semja í Sunnuhlíð Samningar hafa tekist milli ófaglærðra á Hrafnistu og forstöðumanna dvalar- og hjúkrunarheimilisins. Eftir því sem fréttastofa NFS kemst næst, þá eiga aðeins ófaglærðir á Sunnuhlíð í Kópavogi eftir að semja. 28.4.2006 22:45
Kosningarnar framundan lita Gustsmálin Kosningarnar í vor hafa hugsanlega áhrif á deilurnar sem sprottnar eru upp um kaup á húsum á hinu svokallaða Gustssvæði, segir talsmaður viðræðunefndar Gusts. Forsvarsmenn félagsins sáu sig knúna til að kalla til fundar í kvöld til að skýra málin fyrir félagsmönnum. 28.4.2006 22:37