Innlent

Húsið gjörónýtt

Íbúðarhús brann til kaldra kola á Þórshöfn í nótt. Enginn var í húsinu. Eldsins varð fyrst vart laust eftir miðnætti þegar tveir menn áttu leið eftir Langanesveginum og sáu töluverðan reyk leggja frá húsinu og kölluðu þeir strax á hjálp. Illa gekk að ráða niðurlögum eldsins, einkum vegna byggingarlags hússins. Um er að ræða gamalt hús að sögn eiganda. Slökkviliðsmenn vöktuðu húsið allt til morguns en það stendur mjög nærri tveimur öðrum húsum. Að sögn lögreglu eru eldsupptök ókunn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×