Innlent

Veðurmet

Veðurmet fyrir Kirkjubæjarklaustur í aprílmánuði er að líkindum fallið, en það er frá árinu 1962. Hitinn í aprílmánði komst þá í 15,7 gráður en klukkan 15 í gær komst hitinn á Klaustri í 17,9 gráður. Þá hefur hitinn að öllum líkindum aldrei mælst meiri klukkan tíu að morgni og gerðist á Akureyri í gærmorgun eða 14,8 gráður. Eins og jafnan er með opinber hitamet þarf að fara gaumgæfilega yfir þessar niðurstöður áður en metin verða gefin út sem opinber hitamet. Veðurstofa NFS boðaði þessa hitasveiflu síðastliðinn þriðjudag og segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS að hitinn í gær hafi orðið ívið hærri en hann átti von á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×