Innlent

Súðavíkurhreppur eykur hlut sinn í Aðlöðun

Frá Súðavík.
Frá Súðavík. Mynd/ÓMJ

Súðavíkurhreppur hefur veitt sveitastjóra heimild til að kaupa hlutafé í beitufyrirtækinu Aðlöðun fyrir allt af sjö milljónum króna. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að Súðavíkurhreppur eigi fyrir 28,03% í félaginu. Aðlöðun hefur boðað til hluthafafundar þann 12. maí en í boðun hluthafafundar er gert ráð fyrir hækkun hlutafjár í félaginu um allt að 25 milljónum króna á genginu 1,0. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á nýjum hlut í samræmi við hlutafjáreign sína, samkvæmt samþykkt félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×