Innlent

Róleg nótt

Þrátt fyrir mikinn mannfjölda í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld, fóru skemmtanahöld vel fram að mestu. Þó voru átta teknir fyrir ölvunarakstur en samkvæmt lögreglu var ekki um ofurölvun að ræða í neinu tilvikanna. Samkvæmt lögreglunni voru útköll óvenjufá þessa nóttina en veður var gott og því var búist við annasamri nótt.

Þá gekk skemmtanalíf einnig vel fyrir sig á Akureyri. Lögreglan þurfti lítil sem engin afskipti að hafa af fólki. Aðeins einn gisti í fangageyslum lögreglunnar þar í bæ en það var eigin ósk. Sá var heimilislaus og átti að sögn lögreglunnar í engin önnur hús að vernda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×