Innlent

Sammála um að aðgerða þörf í málefnum aldraðra

Aldraðir í garðveislu á Grund.
Aldraðir í garðveislu á Grund. MYND/Einar Örn

Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru sammála um að aðgerða sé þörf í málefnum aldraðra. Formaður Félags eldri borgara segir það kröfu félagsins að málefnin aldraðra verði alfarið færð til sveitafélaganna.

Það var víða komið við í umræðunni um málefni aldraðra á fundi félags eldri borgara með oddvitum stjórnmálaflokkanna í reykjavík á Hótel sögu í dag. Björn Ingi Hrafsson segir Framsóknarmenn vilja þverpólistíkt átak í málefnum aldraðra.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að ekki sé lengur hægt að horfa upp á áratuga setuverkfall ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra.

Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona talaði fyrir hönd Frjálslynda flokksins og lagði áherslur á kjör aldraðra í máli sínu. Svandís Svarvarsdóttir, Vinstri grænum, tók í svipaðann streng og lagði einnig áherslur á virðingu fyrir öldruðum. Hún sagði að kerfið þyrfti að taka tillit til að um einstaklinga væri að ræða en ekki málaflokk.

Hlýja og umhyggja var meðal þess sem Vilhjálmur Þ vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, vill sjá í auknum mæli á öldrunarheimilun borgarinnar.

Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir það skipta höfuðmáli að málefni eldri borgara verði færð til sveitafélagnna þar sem um nærþjónustu sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×