Innlent

Ástandið versnar ár frá ári

Á síðasta ári létust 42 einstaklingar á Landsspítalanum á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými. Þetta kemur fram árskýrslu Landsspítalans. Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Landsspítalans, segir ástandið með öllu ólíðandi og að bregðast verði við strax.

Á síðasta ári biðu að jafnaði 60 til 80 aldraðir sjúklingar á Landspítalanum eftir varanlegri vistun. Jóhannes segir ástandið fara versnandi ár frá ári. Hann segir nauðsynlegt að byggja fleiri húsnæði til að fleiri komist að en það er þó langtímaverkefni. Til skemmri tíma segir Jóhannes lausnina að efla heimaþjónustu við sjúklinga í tengslum við sjúkrahúsin. Þá sé nauðsynlegt að spítalinn hafi forgang að þeim plássum sem losna á hjúkrunarheimilum bæjarins. Í dag fær spítalinn um það bil þriðjung af þeim plássum sem losna á hverju ári en Jóhannes segir það ekki nærri vera nóg eins og tölur sýna. Með auknum forgangi væri þó hægt að létta á vandamálinu sem hann segir með öllu ólíðandi. En hvar er fólkið núna nákvæmlega? Gangalagnir verða oft eina úrræðið til að taka við veiku fólki en Jóhannes segist þó bjartsýnn á að tekið verði á málinu og það fljótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×