Fleiri fréttir

Verkmenntaskóli Austurlands 20 ára

Það var mikið um fjör á Neskaupsstað í dag þegar Verkmenntaskóli Austurlands fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu. Á Fréttavefnum Aussturlandið.is kemur fram að fjölmenni hafi verið á afmælishátíðinni og meðal gesta voru Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Guðmundur Bjarnason.

Prófessor segir Íslendingum bera að kanna aðra valkosti í varnarmálum

Michael Corgan, prófessor við Boston-háskóla telur að Íslendingum beri skylda til að kanna aðra valkosti í varnarmálum, jafnvel á meðan viðræður standi yfir við Bandaríkjamenn. Frakkar séu greinilega reiðubúnir að draga fram hversu óáreiðanlegir Bandaríkjamenn séu sem bandamenn.

Kvöldfréttir NFS sauma að kvöldfréttum RÚV

Kvöldfréttir NFS sauma nú að kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í áhorfi samkvæmt nýrri áhorfskönnun IMG Gallup sem opinberuð var í dag. Samkvæmt henni mælist áhorf á kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins 40.4% miðað við 34.5% áhorf á kvöldfréttatíma NFS.

Biðröð á bensínstöðvum vegna tímabundinna verðlækkana

Það hljómaði eins og aprílgabb þegar tilkynnt var á útvarpsstöðinni Kiss FM í dag að eldsneytisverð yrði lækkað á bensínstöðvum Bensínorkunnar í höfuðborginni um nærri þriðjung miðað við almennt verð. Svo var þó ekki og því mynduðust langar biðraðir á stöðvunum á meðan tilboðið stóð enda hefur dropinn verið dýr undanfarnar vikur.

Íranar halda sínu striki

Deilan um kjarnorkuáætlun Írana harðnaði enn í dag þegar í ljós kom að þeir hafa hundsað áskoranir alþjóðasamfélagsins um að láta af auðgun úrans. Stjórnvöld í Teheran eru sögð hafa fest kaup á meðaldrægum norðurkóreskum eldflaugum sem geta náð til Evrópulanda.

Þurfa að kanna pólitíks tengsl viðskiptavina

Bankar þurfa að kanna pólitísk tengsl viðskiptavina sinna, samkvæmt frumvarpi um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í áhættuhópi eru þeir sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu og eru búsettir utan Íslands, sem og nánasta fjölskylda þeirra.

Íranar virtu kröfur Öryggisráðs SÞ að vettugi

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin kynnti Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stundu nýja skýrslu um stöðu mála í kjarnorkudeilunni við Írana. Þar segir að stjórnvöld í Teheran hafi virt kröfur ráðsins að vettugi. Bandaríkjaforseti segist vona að hægt verði að semja um lausn deilunnar.

Frakkar vilja tryggja Palestínumönnum fjárstyrk

Frakkar ætla að nota áhrif sín á alþjóðavettvangi til að reyna að fá ríki og stofnanir til að veita Palestínumönnum fjárstyrk á ný. Þetta sagði Jacques Chirac, Frakklandsforseti, fyrir fund sinn með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í París í dag.

DV framvegis helgarblað

Útgáfu DV verður hætt í núverandi mynd og kemur blaðið framvegis aðeins út um helgar. Tíu manns verður sagt upp störfum á ritstjórninni. Þetta kom fram á starfsmannafundi hjá blaðinu í dag.

Þing Nepals koma saman í fyrsta sinn í 4 ár

Þing Nepals kom saman til fundar í dag í fyrsta sinn í 4 ár. Þingmenn lögðu þá til að samið yrði um varanlegt vopnahlé við uppreisnarmenn Maóista og að boðað yrði til þingkosninga hið fyrsta.

Sveitarfélag Ölfuss og OR semja um samstarf

Sveitarfélagsins Ölfuss og Orkuveita Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag sem felst meðal annars í lýsingu Þrengslavegar, samstarf við uppgræðslu og umhverfisvernd, framkvæmdir í sveitarfélaginu og ljósleiðaravæðingu í þar.

Starfsfólk DV boðað til starfsmannafundar

Starfsfólk DV hefur verið boðað til starfsmannafundar klukkan þrjú. Ritstjórar blaðsins hafa ekki gefið neitt upp um efni fundarins, en búast má við að hann fjalli um framtíð blaðsins. NFS fylgist með og segir fréttir af fundinum um leið og þær berast.

Frumvarp um frjálst flæði vinnuafls samþykkt

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan EES og um atvinnuréttindi útlendinga var samþykkt á Alþingi nú á öðrum tímanum með 46 greiddum atkvæðum. Frumvarpið snýr að réttindum ríkisborgara frá átta af tíu hinna nýju Evrópusambandsríkja. Þeir geta nú komið hingað til lands og ráðið sig í vinnu án atvinnuleyfis frá og með 1. maí.

Vinnubrögð meirihlutans algjörlega óviðunandi

Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna.

Setuverkfall á Hrafnistu í Reykjavík en ekki Hafnarfirði

Ófaglærðir starfsmenn á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík ákváðu á fundi nú í hádeginu að halda til streitu steuverkfalli sínu. Starfsmenn á Hrafnistu í Hafnarfirði ákváðu hins vegar að hætta aðgerðum og ganga að tilboði Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.

Dagsbrún telur RÚV-frumvarp brjóta í bága við EES-samninginn

Dagsbrún telur að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið hf. brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins um ríkisaðstoð. Í tilkynningu frá félaginu segir að það að með því að undanskilja Ríkisútvarpið reglum um eignarhald er óhjákvæmilega verið að lögfesta mismunun á grundvelli þjóðernis sem EES-reglur banni.

Bandaríkjamenn fjölga herstöðvum í A-Evrópu

Á sama tíma og Bandaríkjamenn draga úr varnarviðbúnaði sínum í Vestur-Evrópu fjölga þeir herstöðvum austar í álfunni. Bandaríkin og Búlgaría undirrituðu í dag samning um herstöð þar í landi.

Frumvarp til laga um frjálsa för verkafólks rætt á þingi

Nú stendur yfir á þingi önnur umræða um frumvarp um breytingar á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturrétt launafólks innan EES og um atvinnuréttindi útlendinga. Lögin eiga að taka gildi 1. maí og því liggur á að samþykkja þau.

Rætt hvort halda eigi aðgerðum áfram á Hrafnistu

Neyðarástand skapast á dvalar- og hjúkrunarheimilum ef ekki semst við ófaglært starfsfólk á allra næstu dögum. Deilan strandar á svari frá fjármálaráðherra segir formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Nú klukkan hálfeitt var boðað til neyðarfundar á Hrafnistu í Reykjavík þar sem ekki er samstaða meðal starfmannanna um hvort halda eigi setuverkfalli til streitu.

Ólíklegt að Íslendingar fái breytt varnaráætlun

Ólíklegt má telja að Íslendingar fái nokkru breytt um þá varnaráætlun sem sendinefnd Bandaríkjamanna kynnti í íslenska utanríkisráðuneytinu í gær. Ekki síst í ljósi þess að varnarliðið birti í gær áætlun um um lokun allra þjónustustofnana við varnarliðsmenn áður en fundur fulltrúa Íslendinga og Bandaríkjamanna hófst í gær.

Vöruskiptahalli ekki meiri í einum mánuði í 17 ár

Vöruskiptahallinn við útlönd í síðasta mánuði var 13,4 milljarðar króna og hefur ekki verið meiri í einum mánuði síðastliðin sautján ár. Jöfnuðurinn 16,7 milljörðum króna lakari á fyrsta ársfjórðungi þess árs en á sama tíma í fyrra. Bílainnflutningur jókst um nærri tvo þriðju á tímabilinu en búast má við að hann dragist saman á næstunni vegna lækkunar á gengi krónunnar.

Systir fyrrverandi forseta Kólumbíu ráðin af dögum

Systir fyrrverandi forseta Kólumbíu, Cesar Gaviria, var í gær drepin af óþekktum glæpamönnum. Atvikið átti sér stað í um 180 kílómetra fjarlægð frá Bogota höfuðborg landsins. Liliana Gaviria, sem var 52 ára fasteignasali, var á ferð með tveimur lífvörðum sínum þegar ráðist var á þau en annar lífvörður hennar féll einnig í árásinni.

Sex stéttarfélög semja við LN

Sex stéttarfélög samþykktu í vikunni nýgerða kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga. Félögin eru svokölluð HugGarðsfélög en Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra fræða og Stéttarfélag lögfræðinga samþykktu samninginn með öllum greiddum atkvæðum.

Fimmti maðurinn í gæsluvarðhald vegna BMW-smygls

Fimmti maðurinn hefur verið úrskurðaður í gærluvarðhald vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnasmygli, þar sem reynt var að smygla tugum kílóa af fíkniefnum í bensíngeymi BMW-bifreiðar. Sá fimmti var Íslendingur, en auk fjögurra Íslendinga situr einn Hollendingur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar.

Skotveiðimenn bjartsýnni á gæsaveiðar í haust en áður

Skotveiðimenn eru bjartsýnni með hverjum deginum sem líður á að hægt verði að stunda gæsaveiðar í haust, en eftir að fuglaflensu varð vart á Bretlandseyjum fyrir nokkru var talið víst að hún bærist hingað með farfuglum í vor.

Bandaríkjastjórn bindi enda á þjóðarmorð

Bandarískir kvikmyndaleikarinn George Clooney krafðist þess á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórn Bandaríkjanna gerði allt sem hún gæti til að binda endi á þjóðarmorðin í Darfur-héraði í Súdan. Þá sagði Clooney almenning einnig geta lagt sitt af mörkum.

Frakka íhuga að auka umsvif sín á N-Atlantshafi

Frakkar íhuga að auka umsvif sín á Norður-Atlantshafi til að tryggja öryggi á svæðinu. Þetta segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið eftir viðræður við varnarmálaráðherra Frakklands í París í gær.

Öryggisráð verði að vera tilbúið til aðgerða

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Búlgaríu í gær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði að vera reiðubúið að grípa til aðgerða gegn Íran ef stjórnvöld í Teheran yrðu ekki við kröfum aðþjóðasamfélagsins í tengslum við kjarnorkuáætlanir sínar.

Setuverkfall á a.mk. sex dvalarheimilum

Setuverkfall ófaglærðra starfsmanna á að minnstakosti sex dvalar- og hjúkrunarheimilum á suðvesturlandi hófst á miðnætti vegna óánægju starfólks þar yfir því að fá laun sín ekki hækkuð til jafns við laun annarsstaðar fyrir sambærilega vinnu, fyrr en í upphafi næsta árs.

Lögreglumaður skotinn í Cleveland

Maður var skotinn til bana á flugvelli í Cleveland í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn náði byssu eins lögreglumanns þegar til átaka koma á milli hans og tveggja lögregluþjóna og skaut annan þeirra tvisvar sinnum í brjóstið. Þá kom þriðji lögreglumaðurinn og skaut manninn til bana.

Ákærð fyrir að hafa orðið nýfæddum börnum sínum að bana

Réttarhöld hófust í Frankfurt í Þýskalandi í dag yfir konu sem er grunuð um að hafa orðið átta nýfæddum börnum sínum að bana. Líkamsleifar ungbarnanna fundust síðasta sumar. Málið hefur vakið mikinn óhug í Þýskalandi og er þess krafist að barnaverndarlög verði hert.

Hlutabréf í KB banka og Straumi Burðarási lækkuðu

Hlutabréf í KB banka og Straumi Burðarási lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Uppgjör félaganna voru kynnt í morgun en þá varð ljóst að þau slógu öll fyrri hagnaðarmet á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Setuverkfall á miðnætti

Setuverkfall ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefst á miðnætti. Á fundi starfsmannanna í dag var ákveðið að boða til viku setuverkfalls. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni.

Öryggisráðið þarf að grípa til aðgerða

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ólíklegt að Íranar hætti auðgun úrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi því að grípa til aðgerða til að viðhalda trúverðugleika sínum.

Undirbúningur álvers í fullum gangi

Undirbúningur að byggingu álvers í Helguvík er í fullum gangi, segir einn æðsti yfirmaður Norðuráls á Íslandi. Reykjaneshöfn og Norðurál sömdu í dag um hafnarþjónustu og leigu landspildu undir álver.

Kjarasamningar sex félaga samþykktir

Sex stéttarfélög samþykktu í vikunni nýgerða kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga. Félögin eru svo kölluð HugGarðsfélög.

Óttast að laun verkafólks lækki

Laun verkafólks geta versnað til muna ef lagafrumvarp um frjálsa för austur-evrópskra launamanna verður að lögum segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþingi tekur frumvarpið fyrir á morgun.

Stjórnarsáttmáli í höfn

Ný ríkisstjórn í Ísrael er handan við hornið eftir að Kadima-flokkurinn og Verkamannaflokkurinn náðu samkomulagi um stjórnarsamstarf. Flokkarnir hafa ekki hreinan meirihluta og þurfa því að reiða sig á stuðning nokkurra smáflokka.

Hækka verð á ferðum vegna gengislækkana

Ljóst er að ferðir margra Íslendinga til útlanda í sumar verða ekki til fjár, því stærstu ferðaskrifstofurnar hafa hækkað verð á öllum ferðum sínum vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar. Hækkun á sólarlandaferð fyrir meðalfjölskyldu nemur um 25 þúsund krónum.

Boða setuverkfall og fjöldauppsagnir

Ófaglærðir starfsmenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum ákváðu, á fundi sínum í dag, að boða til viku setuverkfalls sem hefst nú á miðnætti. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni.

Ráðherrar í ólgusjó

Framhjáhöld og embættisafglöp eru á meðal þess sem þrír ráðherrar í ríkisstjórn Tony Blairs þurfa að svara fyrir þessa dagana. Hneykslið kemur sér verulega illa fyrir Verkamannaflokkinn, því sveitarstjórnakosningar eru á næsta leyti í Bretlandi.

Þriðji mesti gróði vegna eignasölu

Landsbankinn seldi hlut sinn í norræna fjárfestingabankanum Carnegie í morgun og græddi á því tíu milljarða króna. Landsbankamenn segja gróðann jafnast á við tvær og hálfa loðnuvertíð.

Ávinna sér rétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu

Ráðherra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. Þetta sýna útreikningar Samtaka atvinnulífsins. Alþýðusamband Íslands segir þetta ólíðandi og mótmælir nýju frumvarpi til laga um kjararáð þar sem ráðið eigi ekki að fjalla um lífeyrisréttindin.

Norðurál leigir lóð undir álver

Norðurál gekk í dag frá samningi við Reykjaneshöfn um lóð og hafnarþjónustu vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, sér Norðuráli fyrir hafnaraðstöðu í Helguvík og verður nýr 200 metra viðlegukantur gerður í höfninni.

Sjá næstu 50 fréttir