Innlent

Eimskip kaupir tvö ný skip

Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur skrifað undir samning um smíði á tveimur frystiskipum fyrir 3.120 milljónir íslenska króna. Þessi fjárfesting er hluti af þeirri stefnu Eimskips að vera leiðandi flutningsaðili á Norður Atlantshafi. Samningurinn tryggir hagkvæmari og öruggari flutninga á vegum félagsins segir í tilkynningu frá félaginu. Nýju skipin koma til með að leysa eldri skip félagsins af hólmi. Nýju frystiskipin verða 80 metra löng og 16 metra breið. Hámarksganghraði þeirra verður 16 sjómílur á klukkustund og burðargeta 2.500 tonn. Fermingar og affermingar hraði er mjög mikill eða um það bil 200 tonn á klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×