Erlent

Tilbúnir að hleypa þeim inn

Íranar segjast reiðubúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið, gegn því að kjarnorkumál landsins verði tekin af borði öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Aðstoðar kjarnorkumála ráðherra landsins segir hins vegar að það komi ekki til greina að hætta auðgun úrans. Það er það sem vestræn ríki, með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar, hafa lagt ofuráherslu á og því ekkert útlit fyrir annað en að deilan haldi áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×