Erlent

Bandaríkjamanninum sleppt

Bandarískum blaðamanni Edward Caraballo, var sleppt úr fangelsi í Afganistan í dag eftir að hafa setið inni meirihluta tveggja ára fangelsisdóms sem hann fékk fyrir að pynta Afgana í fangelsi í Kabúl. Caraballo fékk að losna tveimur mánuðum fyrr en dómurinn kvað á um vegna tilskipunar frá forseta landsins. Starfsmenn bandaríska sendiráðsins fluttu Caraballo á flugvöllinn og þar var hann settur í flugvél sem hélt áleiðis til Dubai.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×