Fleiri fréttir

Óttast að laun verkafólks lækki

Laun verkafólks geta versnað til muna ef lagafrumvarp um frjálsa för austur-evrópskra launamanna verður að lögum segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþingi tekur frumvarpið fyrir á morgun.

Stjórnarsáttmáli í höfn

Ný ríkisstjórn í Ísrael er handan við hornið eftir að Kadima-flokkurinn og Verkamannaflokkurinn náðu samkomulagi um stjórnarsamstarf. Flokkarnir hafa ekki hreinan meirihluta og þurfa því að reiða sig á stuðning nokkurra smáflokka.

Hækka verð á ferðum vegna gengislækkana

Ljóst er að ferðir margra Íslendinga til útlanda í sumar verða ekki til fjár, því stærstu ferðaskrifstofurnar hafa hækkað verð á öllum ferðum sínum vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar. Hækkun á sólarlandaferð fyrir meðalfjölskyldu nemur um 25 þúsund krónum.

Boða setuverkfall og fjöldauppsagnir

Ófaglærðir starfsmenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum ákváðu, á fundi sínum í dag, að boða til viku setuverkfalls sem hefst nú á miðnætti. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni.

Ráðherrar í ólgusjó

Framhjáhöld og embættisafglöp eru á meðal þess sem þrír ráðherrar í ríkisstjórn Tony Blairs þurfa að svara fyrir þessa dagana. Hneykslið kemur sér verulega illa fyrir Verkamannaflokkinn, því sveitarstjórnakosningar eru á næsta leyti í Bretlandi.

Þriðji mesti gróði vegna eignasölu

Landsbankinn seldi hlut sinn í norræna fjárfestingabankanum Carnegie í morgun og græddi á því tíu milljarða króna. Landsbankamenn segja gróðann jafnast á við tvær og hálfa loðnuvertíð.

Ávinna sér rétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu

Ráðherra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. Þetta sýna útreikningar Samtaka atvinnulífsins. Alþýðusamband Íslands segir þetta ólíðandi og mótmælir nýju frumvarpi til laga um kjararáð þar sem ráðið eigi ekki að fjalla um lífeyrisréttindin.

Norðurál leigir lóð undir álver

Norðurál gekk í dag frá samningi við Reykjaneshöfn um lóð og hafnarþjónustu vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, sér Norðuráli fyrir hafnaraðstöðu í Helguvík og verður nýr 200 metra viðlegukantur gerður í höfninni.

Hlynntur því að taka upp evru

Það verður annað hvort að minnka vægi verðtrygginga eða taka upp evruna til að bæta áhrifamátt peningamálastefnunnar hérlendis. Þetta sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja í dag.

Aftur í setuverkfall

Ófaglærðir starfsmenn hjúkrunarheimila fara í setuverkfall í kvöld til að knýja á um kjarabætur. Starfsmennirnir hafa tvisvar sinnum áður farið í setuverkfall en frestuðu aðgerðum í þriðja sinn meðan þeir biðu eftir boði um betri kjör. Þeim þótti boðið sem barst óásættanlegt og hefja því aðgerðir á ný.

Ekkert gefið upp

Ekkert er gefið upp um gang viðræðna Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarsamninginn sem framhaldið var í utanríkisráðuneytinu í dag en þeim verður haldið áfram fljótlega. Utanríkismálaráðherra gerir utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir viðræðunum á laugardag.

Stefnt að sterkari sparisjóði

Ákveðið var á stjórnarfundum Sparisjóðs vélstjóra (SPV) og Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) í morgun, fimmtudaginn 27. apríl, að veita stjórnarformönnum þeirra umboð til að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna.

Ekkert sagt um gang viðræðna

Ekkert er gefið upp um gang viðræðna Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarsamninginn sem framhaldið var í utanríkisráðuneytinu í dag. Ráðuneytið segir það eitt að aðallega hafi verið rætt um drög að nýrri varnaráætlun fyrir Ísland sem Evrópuherstjórn Bandaríkjanna hefur gert, en Ísland er í umdæmi hennar.

Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lokið

Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lauk fyrir um hálftíma í utanríkisráðuneytinu. Fyrir fundinn í dag vildu Albert Jónsson, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni, og Carol van Voorst, sendiherra, sem fer fyrir þeirri bandarísku, ekkert tjá sig um gang mála.

Fundi samninganefnda lokið

Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lauk fyrir um hálftíma í utanríkisráðuneytinu. Yfirlýsingu beggja aðila er að vænta nú að fundi loknum.

Úrskurði dómara áfrýjað

Lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers ætlar að áfrýja til Hæstaréttar, þeim úrskurði Arngríms Ísbergs héraðsdómara frá því fyrr í dag, að hann sé hæfur til að dæma í þeim nítján ákæruliðum sem ákært hefur verið í á nýjan leik í Baugsmálinu. Lögmaður Jóns Geralds krafðist þess í morgun að dómarinn viki sæti, þar sem hann hefði lýst þeirri skoðun sinni í fyrri meðförum málsins, að Jón Gerald væri ótrúverðugt vitni.

Sex milljónir til æskulýðsmála

Menntamálaráðherra hefur samþykkt úthlutun tæpra sex milljóna króna úr Æskulýðssjóði. Hæstan styrk, 650 þúsund krónur, fær Landssamband æskulýðsfélaga vegna undirbúnings landsverkefnisins "Enginn eins engum til meins".

Fimmti maðurinn í gæsluvarðhald

Fimmti maðurinn í stóra fíkniefnamálinu, þar sem mikið magn af fíkniefnum voru falin í bensíntank bifreiðar var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag, til tveggja vikna. Samkvæmt heimildum NFS er maðurinn Íslendingur, en fyrir sitja 3 Íslendingar og einn Hollendingur í gæsluvarðhaldi.

David Zell ráðinn til Glitnis í London

David Zell hefur verið ráðinn yfirmaður lánastarfsemi og sambankalána í útibúi Glitnis í London og hóf hann störf síðastliðinn mánudag. David verður einnig staðgengill framkvæmdastjóra útibúsins.

Sturla Böðvarsson segir Dag B. Eggertsson fara með rangt mál

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, fara með rangt mál þegar hann segir það fyrsta kost samgöngunefndar að leggja Sundabraut um jarðgöng undir Kleppsvík. Vegagerðin hafi ekki verið því sammála að tekið hafi verið af skarið með að jarðgöng undir Kleppsvík séu fyrsti kostur.

Ræðst í dag hvort til setuverkfalls kemur

Það ræðst á fundi klukkan fjögur í dag hvort ófaglærðir starfsmenn á tólf dvalar- og hjúkrunarheimilum á suðvesturhorninu fara í vikulangt setuverkfall og hvort til fjöldauppsagna komi. Eins og greint hefur verið frá í fréttum slitnaði upp úr kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í fyrradag en í kjölfarið ákváðu fyrirtækin að koma til móts við kröfur starfsmanna um launahækkanir en á lengri tíma en starfsmenn vildu.

Ríkisstjórnin vanvirti rétt almennings

Ríkissstjórn Íslands vanvirti rétt almennings þegar hún ákvað að hefja framkvæmdir við álverið í Reyðarfirði án þess að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum lægi fyrir. Þetta segir Árni Finnson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Hann segir frummatsskýrslu Alcoa koma allt of seint og augljóst að fyrirtækið hafi beðið álitshnekki hjá þjóðinni.

Krefst endurskoðunar á frumvarpi um Kjararáð

Alþýðusamband Íslands krefst þess að frumvarpinu um Kjararáð verði breytt og feluleiknum um kjör þingmanna hætt. Að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, varaforseta sambandsins leggur sambandið áherslu á að þingheimur taki gagnrýni sambandsins til greina.

Herinn birtir áætlun um brottför

Varnarliðið hefur sent frá sér áætlun um hvernig staðið verði að samdrætti í þjónustu við varnarliðsmenn og lokun þjónustustofnana. Samkvæmt henni munu sjö þjónustustöðvar loka strax í maímánuði og fimm í júní. Í maí mun t.d.

Baugsmál þingfest í héraðsdómi í morgun

Arngrímur Ísberg dómari í Baugsmálinu ætlar að úrskurða klukkan þrjú í dag um hæfi sitt til þess að fjalla um ákæruliðina nítján sem hefur verið endurákært í. Það var Jón Gerald Sullenberger sem fór fram á að dómarinn viki sæti við þingfestingu málsins í dag.

Skaftá er óðum að komast í sitt fyrra horf

Skaftá er óðum að komast í sitt fyrra horf eftir hlaupið sem hófts þann 21. þessa mánaðar. Rennsli í Eldvatni við Ása er nú komið niður í 66 rúmmetra á sekúndu en var þegar mest var 630 rúmmetrar á sekúndu.

Íranar svara af fullum krafti, verði ráðist á landið

Íranar munu svara af fullum krafti, verði ráðist á landið. Þetta sagði æðsti klerkur landsins í gær. Utanríkisráðherra Bretlands, segir ekki koma til greina að ráðast á Írana vegna kjarnorkuáætlana þeirra en Bush Bandaríkjaforseti útilokar þó ekkert í þeim efnum. .

Samkomulag um nýja ríkisstjórn í Ísrael

Kadima-flokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa náð samkomulagi um myndun ríkisstjórnar í Ísrael en þingkosningar voru haldnar í landinu 28. mars síðastliðinn. Stjórnarsáttmálinn verður undirritaður síðar í dag. Ehud Olmert verður að líkindum forsætisráðherra nýju stjórnarinnar.

Skráðu fingraför nemenda

Persónuvernd í Noregi hefur krafið framhaldsskóla í Osló skýringa á því að skólinn hafi sett upp fingrafaralesara þar sem nemendur þurftu að skrá sig inn og út úr skólanum. Skólayfirvöld segja það hafa aukið ábyrgðartilfinningu nemenda að fylgst væri með viðveru þeirra í skólanum með þessum hætti.

Jack Straw segir ekki koma til greina að ráðast á Íran

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, segir ekki koma til greina að ráðast á Íran vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Utanríkisráðherrann sagði Íran ekki vera Írak og að aldrei hefði komið til greina að ráðast á landið.

Varaforseti Íraks hvetur Bandaríkjamenn til frekari baráttu

Bandarískir hermenn felldu tólf uppreisnarmenn þegar þeir réðust inn í hús í nágrenni Baghdad, höfuðborgar Íraks í gær. Nýr varaforseti Íraks, Tariq al-Hashimi, hvatti Bandaríkjamenn til að beita frekara valdi til að binda endi á ofbeldisverk uppreisnarmanna.

Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi minntist Chernobyl

Um tíu þúsund stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar komu saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í gær til að minnast fórnarlamba Tsjernóbyl slyssins sem varð í kjarnorkuveri í Úkraínu fyrir 20 árum. Milinkevich, fyrrum forsetaframbjóðandi, segir stjórnina hrædda við andstæðinga sína, sem hafi birst í upprætingu mótmæla og lokun á aðaltorgi MInsk.

Magnús aftur í stjórn Straums-Burðaráss

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, verður aftur varaformaður stjórnar Straums-Burðaráss. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar í gærkvöldi. Stjórnin hafði fyrir fundinn ekki komið saman í nær tvo mánuði eða frá því að Magnús fékk ekki brautargengi áfram sem varaformaður stjórnarinnar á aðalfundi félagsins.

Systir varaforseta Íraks myrt

Systir hins nýja varaforseta Íraks, Tariq al-Hashimi, var myrt af óþekktum aðilum sem óku hjá er hún yfirgaf heimili sitt í morgun. Lífvörður hennar lést einnig í árásinni. Þá var bróðir hans skotinn til bana í bíl sínum í Sjíahverfi í austurhluta Bagdad fyrr í mánuðinum en fjölskylda hans eru Súnníar.

Auknar bætur til fórnarlamba Chernobyl

Viktor Jútsjenkó, forseti Úkraínu, minntist í gær fórnarlamba kjarnorkuslyssins og bauð fjölskyldum þeirra auknar bætur. Hversu miklar þær verða, sagði hann þó ekkert um. Minningarathöfnin var haldin nærri kjarnakljúfnum sem slysið varð í og hefur 26. apríl verið yfirlýstur sorgardagur í Úkraínu.

Sofnaði undir stýri í Hvalfjarðargöngum

Ung kona sofnaði undir stýri í Hvarfjarðargöngunum í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn skall utan í gangavegginn. Höggið var það mikið á bíllinn var óökufær eftir, og konan var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem hún kenndi eymsla í hálsi.

Hrein eign Íslendinga 10 milljónir króna á mann

Hrein eign heimila í landinu umfram skuldir, nemur tæplega þrjú þúsund milljörðum króna að mati Greiningardeildar KB banka, og hefur aldrei verið hærra hlutfall af landsframleiðslu. Þetta þýðir að hrein eign á hvern Íslending nemur um tíu milljónum króna að meðaltali, sem vafalaust kemur mörgum þriggja til fjögurra manna fjölskyldum á óvart.

Kaupmannahafnarháskóli yfirgefur miðbæinn

Kaupmannahafnarháskóli hefur tilkynnt að skólinn muni nú yfirgefa sögufrægar og friðaðar byggingar skólans í miðborg Kaupmannahafnar, þar sem lögfræði, guðfræði og fleiri greinar hafa verið kenndar í 525 ár.

Dagblöðin á Landsbókasafn

Í tilefni af fimm ára afmæli Fréttablaðsins færði 365, útgefandi blaðsins, Landsbókasafni Íslands stærsta dagablaðasafn landsins að gjöf en Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður og Ari Edwald, forstjóri 365, skrifuðu undir samning þess efnis í gær.

Byggði safn dagblaða upp

Dagablaðasafnið sem 365 gaf Landsbókasafni Íslands var lengi vel í eigu Sveins R. Eyjólfssonar, fyrrverandi útgefanda Vísis.

Sjá næstu 50 fréttir