Erlent

Kaupmannahafnarháskóli yfirgefur miðbæinn

Aðalbygging Kaupmannahafnarháskóla liggur skammt frá Sívaliturninum og Vorrar frúar kirkju.
Aðalbygging Kaupmannahafnarháskóla liggur skammt frá Sívaliturninum og Vorrar frúar kirkju. MYND/af vef Kaupmannahafnarháskóla

Kaupmannahafnarháskóli hefur tilkynnt að skólinn muni nú yfirgefa sögufrægar og friðaðar byggingar skólans í miðborg Kaupmannahafnar, þar sem lögfræði, guðfræði og fleiri greinar hafa verið kenndar í 525 ár.

Kennslan mun í staðinn færast í úthverfin, meðal annars til Amager og Österbro, þar sem skólinn hyggst byggja háskólaþorp með fullri þjónustu vegna þrengsla í miðborginni. Meginmarkmiðið er að skapa námsmönnum betra námsumhverfi þar sem hægt er að hafa alla þjónustu á einum stað: bókasöfn og önnur gagnasöfn, námsaðstöðu, matsölur og stúdentagarða.

Með þessu mun skólinn spara um milljarð íslenskra króna í leigutekjur. Uppbygging nýrra staða mun hins vegar kosta röska 25 milljarða íslenskra króna samkvæmt danska blaðinu Politiken.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×