Innlent

Úrskurði dómara áfrýjað

Lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers ætlar að áfrýja til Hæstaréttar, þeim úrskurði Arngríms Ísbergs héraðsdómara frá því fyrr í dag, að hann sé hæfur til að dæma í þeim nítján ákæruliðum sem ákært hefur verið í á nýjan leik í Baugsmálinu. Lögmaður Jóns Geralds krafðist þess í morgun að dómarinn viki sæti, þar sem hann hefði lýst þeirri skoðun sinni í fyrri meðförum málsins, að Jón Gerald væri ótrúverðugt vitni. Þá var Jón Gerald ekki orðinn sakborningur, eins og hann er nú. Hæstiréttur tekur áfrýjunina ekki fyrir fyrr en í næstu viku og á meðan getur Héraðsdómur ekki fjallað um málið. Þau mál sem nú eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eru nítján ákæruatriði af 32 sem Hæstiréttur hafði áður vísað frá dómi. Sigurður Tómas Magnússon, en sérstakur saksóknari í málinu, ákvað hins vegar að endurákæra í þessum nítján liðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×