Innlent

Skaftá er óðum að komast í sitt fyrra horf

Skaftá er óðum að komast í sitt fyrra horf eftir hlaupið sem hófts þann 21. þessa mánaðar. Rennsli í Eldvatni við Ása er nú komið niður í 66 rúmmetra á sekúndu en var þegar mest var 630 rúmmetrar á sekúndu. Þar sem áin flæddi yfir bakka sína skilur hún eftir sig aur og leðju sem mun setja mark sitt á umhverfið í nágrenninu. Flóðið var um margt ólíkt öðrum flóðum í Skaftá. Það braust til að mynda undan jöklinum á fleiri stöðum en áður þekkist og hluti þess rann í Tungnaá sem mun vera í fyrsta skipti sem það gerist




Fleiri fréttir

Sjá meira


×