Innlent

Ríkisstjórnin vanvirti rétt almennings

Ríkissstjórn Íslands vanvirti rétt almennings þegar hún ákvað að hefja framkvæmdir við álverið í Reyðarfirði án þess að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum lægi fyrir. Þetta segir Árni Finnson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Hann segir frummatsskýrslu Alcoa koma allt of seint og augljóst að fyrirtækið hafi beðið álitshnekki hjá þjóðinni.

Alcoa birti frummatsskýrluna í gær og mun kynna á hana á næstu dögum og vikum. Í skýrslunni kemur fram að áhrif útblásturs frá álverinu er innan viðmiðunarmarka og sagði Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa, í samtali við NFS í gær að skýrslan ætti að taka af öll tvímæli um umhverfisáhrif virkjunarinnar. Þessu er Árni Finnson hjá Náttúruvaktinni ósammála

Árni segir ríkisstjórnina hafa vanvirt almenning með því að keyra álversframkvæmdirnar áfram og mjög sérstakt að skýrslan komi svo seint fram sem raun ber vitni. Og hann segir Alcoa greinilega hafa beðið álitshnekki að undanförnu enda sjái þeir ástæðu til að auglýsa kosti og framkvæmdir fyrirtækisins í fjölmiðlum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×