Innlent

Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff boðið í afmæli Svíakonungs

Karl Gústaf konungur Svíþjóðar hefur boðið forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og forsetafrú Dorrit Moussaieff að taka þátt í hátíðarhöldum í Stokkhólmi næstkomandi laugardag og sunnudag í tilefni af sextugsafmæli konungs.

Meðal atburða verða hátíðardansleikur á laugardagskvöld í Drottningholm höllinni, guðþjónusta að morgni sunnudags og hádegisverður í boði forseta sænska þingsins í ráðhúsi Stokkhólmsborgar. Að kvöldi sunnudags verða tónleikar og hátíðarkvöldverður í konungshöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×