Fleiri fréttir

Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa

Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.

Segir sýndarmennsku einkenna mörg brúðkaup

Biskup Íslands fjallaði um brúðkaup í Hollywood stíl í messu á prestastefnu í keflavíkurkirkju í gær. Hann hvatti presta og organista til að standa saman gegn afhelgun í kirkjum landsins.

Snow næsti talsmaður Hvíta hússins

Tony Snow, fréttamaður á Fox-sjónvarpsstöðinni bandarísku, verður næsti talsmaður Hvíta hússins. Hann tekur við starfi Scotts McClellan sem í síðustu viku var látinn taka pokann sinn.

Umferðarslys í Hvalfjarðargöngunum

Fólksbíll lenti utan í vegg í Hvalfjarðargögnunum á níunda tímanum í kvöld. Ökumaður, sem var einn í bílnum, var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi en hann kenndi sér eymsla í baki og hálsi. Hvalfjarðargöngunum var lokað til norðurs vegna í tæpa klukkustund vegna árekstursins en búið er að opna fyrir umferð á ný.

Mælir útgeislun geislavirkra efna

Það lætur ekki mikið fyrir sér fara tækið, sem er eitt aðalverkfæri þeirra sem mæla geislun í umhverfinu. Gaiger teljari var fundinn upp fyrir um áttatíu árum. Teljarinn er notaður til að finna úran og önnur geislavirk efni í jarðveginum.

Varar við innrás í Íran

Ali Khamenei erkiklerkur í Íran varaði Bandaríkjamenn við að ráðast inn í landið í ræðu sem hann flutti á þingi íranskra verkamanna í dag.

Íslendingafélag stofnað í Peking

Íslendingafélag var stofnað í Peking í Kína í gær. Ríflega þrjátíu Íslendingar á öllum aldri búa í Peking og er stór hluti þeirra námsmenn. Tilgangur félagsins er meðal annars að halda utan um og efla félagsstarfsemi Íslending í Peking og nágrenni, auk þess að efla og rækta tengsl félagsmanna við Alþýðulýðveldið í Kína eftir því sem tök eru á. Stofnfundur félagsins var haldinn í sendiráði Íslands í Peking en þangað mættu fimmtán manns að því tilefni.

Prestar taki upp blessunarform fyrir samkynhneigða

Kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar leggur til að tekin verði upp sérstök form á blessun staðfestrar samvistar samkynhneigðra para. Tillögur að blessunarformunum voru kynntar á prestastefnu og eru prestar hvattir til að nota þau á næsta ári til reynslu, eða þar til þjóðkirkjan tekur endanlega ákvörðun um hvort eða hvernig hún komi að hjúskaparstofnun samkynhneigðra.

Fangaflugið var umfangsmikið og kerfisbundið

Sérkennilegar leiðir fangaflugvéla bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá einni borg til annarrar voru á meðal þess sem vakti grunsemdir rannsóknarnefndar Evrópuþingsins. Nefndin skilaði bráðabirgðaskýrslu sinni í dag þar sem því er haldið fram að CIA hafi flogið rúmlega þúsund sinnum í gegnum lofthelgi ESB síðan 2001 án þess að gera grein fyrir ferðum sínum.

Tugþúsundir á flótta

Tugþúsundir Srí-Lankamanna eru á flótta eftir að stjórnarherinn hóf loftárásir á svæði Tamíltígranna svonefndu. Vopnahléið sem verið hefur í gildi á þessari stríðshrjáðu eyju virðist þar með vera farið út um þúfur.

Stjórnarfundur Staums stendur yfir

Stjórnarfundur hjá Straumi Burðarás stendur nú yfir en stjórnin hefur ekki komið saman í nærri tvo mánuði eða frá því að hún klofnaði.

Skiptar skoðanir um hvort hætta eigi við aðgerðir

Skiptar skoðanir eru um það meðal ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hvort hætta eigi við boðað setuverkfall á miðnætti annað kvöld og hugsanlegar fjöldauppsagnir. Vinnuveitendur þeirra ætla að hækka launin, en ekki með þeim hætti sem starfsmenn vildu.

Hjörleifur sýnir ljósmyndir sínar

Náttúra Íslands hefur verið myndefni Hjörleifs Guttormssonar náttúrufræðings í fjölda ára. Sýning í tilefni 70 ára afmælis hans var opnuð í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands í dag en allar myndirnar á sýningunni er teknar af Hjörleifi sjálfum.

Landsbankinn selur hlut sinn í Carnegie fjárfestingarbankanum

Landsbankinn ætlar að selja allan eignarhlut sinn í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie. Landsbankinn á nú tæplega tuttugu prósent í bankanum og er stærsti hluthafinn í Carnegie. Markaðsvirði hlutarins miðað við lokagengi dagsins er tuttugu og þrír milljarðar króna.

Sundabraut í göng fyrsti kostur

Fyrsti valkostur við lagningu Sundabrautar er að leggja hana í göng segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hann segir að nú snúi upp á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að tryggja fjármögnun framkvæmdarinnar.

Ung kona flutt á slysadeild

Árekstur varð á Stórhöfða nú á sjötta tímanum. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús en ekki er vitað með meiðsl hans að svo stöddu.

Gætu byrjað á tvöföldun á Kjalarnesi

Samgönguráðherra telur koma til greina að byrja framkvæmdir vegna lagningar Sundabrautar á Kjalarnesi. Þannig megi losa Sundabrautina úr gíslingu borgarstjórnar Reykjavíkur.

Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hefja viðræður

Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa ákveðið að hefja viðræður um hvernig megi tryggja að ekki komi til kjarnorkustríðs milli landanna fyrir slysni eða misskilning. Beggja vegna landamæranna ríkir almenn bjartsýni vegna viðræðnanna og telja ráðamenn þær vera skref í rétta átt í samskiptum Indlands og Pakistans.

Þrjú þúsund manns hafa flúið heimili sín í norðausturhluta Sri Lanka

Um þrjú þúsund manns hafa flúið heimili sín í norðausturhluta Sri Lanka eftir að stjórnarherinn hóf loftárásir gegn Tamíltígrunum, í kjölfar sjálfsmorðssprengjuatlögu að einum helsta hershöfðingja Sri Lanka í gær. Tamíltígrar hafa ekki lýst sjálfsmorðssprengjunni á hendur sér.

Málum fjölgar mjög hjá Samkeppniseftirlitinu

Málum sem Samkeppniseftirlitið fær til meðferðar hefur fjölgað mikið undanfarnar vikur. Elsta málið sem er nú á borðum eftirlitsins er tæplega fimm ára gamalt. Þetta kom fram í máli viðskiptaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Lögð fram drög um hjónaband samkynhneigðra

Á prestastefnu 2006 í dag voru lögð fram drög að ályktun kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar um að staðfesta samvist samkynhneigðra. Drögin verða til umræðu á prestastefnunni.

Eimskip og Kiwanis gefa öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma

Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma. Um er að ræða sérstakt átak í samvinnu Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en auki nýtur verkefnið aðstoðar Lýðheilsustöðvar. Alls verður 4.500 reiðhjólahjálmum dreift í ár og er heildarverðmæti verkefnisins um 23 milljónir kr.

Tveir sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu sig í loft upp

Tveir sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu sig í loft upp á norðausturhorni Sínaískaga nú í morgun. Sprengjurnar urðu sem betur fer engum nema þeim sjálfum að bana en þeir stóðu við alþjóðlega friðargæslustöð um sextán kílómetra frá ísraelsku landamærunum.

RÚV-frumvarpið ekki afgreitt úr nefnd

Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið var ekki afgreitt úr menntamálanefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í dag. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, sagði fyrir fundinn að athuga ætti hvort unnt væri að lægja öldurnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í afstöðunni til frumvarpsins.

Byrji Sundabraut norðanfrá

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vill láta athuga hvort rétt sé að hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu, byrja á Kjalarnesi en ekki í Reykjavík.

Hvalfjarðargöngum lokað í nótt

Hvalfjarðargöngum verður lokað kl. 1 í nótt og gert er ráð fyrir að þau verði lokuð í þrjár til fjórar klukkustundir. Ástæða lokunar er að RARIK er að skiptir um spenna í dreifikerfi sínu í nótt og tekur af rafmagn á meðan bæði norðan og sunnan Hvalfjarðar.

Framsókn sækir fram í Fjarðabyggð

Framsóknarmenn sækja í sig veðrið í Fjarðabyggð samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir NFS. Þetta er fyrsta jákvæða könnunin fyrir Framsókn úr borgarafundaröð NFS.

Formaður ÖBÍ vill skýr svör frá stjórnmálaflokkunum

Enginn hefur komið vel út úr stríði stjórnvalda og öryrkja, og því nauðsynlegt að beita öðrum aðferðum í framtíðinni, að sögn formanns Öryrkjabandalagins. Hann vill skýr svör frá stjórnmálaflokkunum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor hvernig þeir hyggist taka þátt í mótun betra velferðarkerfis.

Glitnir spáir 1,5% hækkun vísitölu neysluverðs

Útlit er fyrir 1,5% hækkun vísitölu neysluverðs á milli apríl og maí. Gengislækkun krónunnar skilar sér hratt í almennt verðlag um þessar mundir og flest leggst á eitt við hækkun verðlags, en þetta kemur fram á vef Glitnis.

Biskup vísar í ábyrgð valnefndar

Biskup vísaði í ábyrgð valnefndar við val á sóknarpresti í Keflavík í ávarpi sínu á prestastefnu í gær. Ósátt sóknarbörn Keflavíkursóknar gerðu aðsúg að biskupi og prestum þar sem þeir gengu í fullum skrúða inn í Keflavíkurkirkju þar sem prestastefna fór fram.

Lögreglumenn ósáttir eftir dóm í gær

Lögreglumenn telja ótækt að misindismenn hljóti mun vægari dóma fyrir að ráðast á lögreglumenn en á sýslumenn, eins og nýtt dæmi bendir til.Það var þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi mann í gær í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stofnað lífi og heilsu lögreglumanns við skyldustörf í hættu, sem lögreglumenn telja mun vægari dóm en maður hlaut nýverið fyrir að hafa stjakað við sýslumanni Árnessýslu, þótt dómurinn hafi tekið til jafn margra mánaða, neda hafi brotið gegn lögreglumanninum verið mun alvarlegra

Economist stendur fyrir hringborðsumræðum um íslensk efnahagsmál

Breska fjármálatímaritið the Economist stendur fyrir hringborðsumræðum um íslensk efnahagsmál í Reykjavík í næsta mánuði. Innlendir og erlendir athafna- og stjórnmálamenn munu taka þátt í umræðunum. Rætt verður hvort umræðan um íslensk efnahagsmál endurspegli alvöru óveður eða storm í vatnsglasi.

Borgarstjórn Reykjavíkur felldi tillögu Ólafs F. Magnússonar

Borgarstjórn Reykjavíkur felldi tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista á fundi sínum í dag , um að horfið yrði frá brottflutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni með 14 atkvæðum allra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og R-lista, gegn atvæði Ólafs.

Dettifossveg vestan Jökulsár á Fjöllum eru mistök

Stjórn Landverndar telur að verið sé að gera grundvallar mistök með áætlunum um Dettifossveg vestan Jökulsár á Fjöllum og telur að vænlegra sé að byggja upp heilsársveg austan árinnar.

Rússar skjóta upp gervihnetti fyrir Ísraelsmenn

Rússar skutu í gær upp gervihnetti fyrir Ísraelsmenn, sem ætlað er að njósna um kjarnorkutilraunir Íraka. Ísraelsmenn hafa árum saman litið á Írak sem einn sinna helstu óvina. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum komst gervihnötturinn á sporbaug en ekki er enn víst hvort hann virki sem skyldi eftir skotið.

Öldurnar lægðar í afstöðunni til RÚV-frumvarpsins?

Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verður til umfjöllunar á fundi menntamálanefndar Alþingis í dag sem hefst klukkan hálf ellefu. Að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar, verður athugað hvort unnt sé að lægja öldurnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í afstöðunni til frumvarpsins.

Línuhönnun fær Kuðunginn

Það eru hreinar línur hjá ráðgjafa- og verkfræðistofunni Línuhönnun, en fyrirtækið hlaut í gær viðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi í verkefnum sínum. Verðlaunin, sem kölluð eru „Kuðungurinn", voru afhent í tengslum við hátíðar- og fræðslufund um endurnýtingar- og úrvinnslumál sem fram fór á Grand Hótel í tilefni Dags umhverfisins.

Laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum hækkuð

Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í gær. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi.

Viðræður um framtíð varna Íslands verður fram haldið í dag og á morgun

Viðræður um framtíð varna Íslands verður fram haldið í dag og á morgun. Ekki er búist við að neinar niðurstöður liggi fyrir eftir fundinn í dag en vonast er til að á morgun hafi framtíðarhorfurnar eitthvað skýrst. Verktakar vinna nú hörðum höndum að því að pakka niður búslóðum varnarliðsmanna og flytur fyrsti hópur þeirra út í næsta mánuði.

180 dauðsföll hér á landi árlega vegna mistaka á Landspítala-háskólasjúkrahúsi

Gera má ráð fyrir að um 180 dauðsföll eigi sér stað hér á landi árlega vegna mistaka á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, samkvæmt niðurstöðum úr erlendum rannsóknum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi í gær, þar sem lagt er til að gerð verði úttekt á öryggi og mistökum í heilbrigðiskerfinu.

Sjá næstu 50 fréttir