Innlent

Norðurál leigir lóð undir álver

Norðurál gekk í dag frá samningi við Reykjaneshöfn um lóð og hafnarþjónustu vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, sér Norðuráli fyrir hafnaraðstöðu í Helguvík og verður nýr 200 metra viðlegukantur gerður í höfninni.

Auk þess má Norðurál setja upp byggingar og tækjabúnað hvort tveggja á hafnarbakkanum og á hafnarsvæðinu. Norðurál leigir jafnframt landspildu nærri hafnarsvæðinu og hefur rætt við utanríkisráðuneytið og bæjaryfirvöld í Garði um leigu á viðbótarlandi.

Ekki hefur verið ákveðið hvar á Helguvíkursvæðinu álverið rís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×