Innlent

Baugsmál þingfest í héraðsdómi í morgun

Arngrímur Ísberg dómari í Baugsmálinu ætlar að úrskurða klukkan þrjú í dag um hæfi sitt til þess að fjalla um ákæruliðina nítján sem hefur verið endurákært í. Það var Jón Gerald Sullenberger sem fór fram á að dómarinn viki sæti við þingfestingu málsins í dag.

Upphaflega var ákæran í Baugsmálinu í fjörtíu liðinum og voru sakborningarnir sex. Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í heild, en því áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði frá 32 liðum ákærunnar en átta liðum var vísað aftur heim í hérað. Við endurupptöku liðanna átta í héraðsdómi voru sakborningar sýknaðir. Settur ríkisaksóknari í málinu hefur nú ákært að nýju í nítján liðum af 32 og var sú ákæra þingfest í dag. Þar eru ákærðir Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs og Tryggvi Jónsson , fyrrverandi aðstoðarforstjóri ákærðir af nýju og að auki hefur, Jón Gerald Sullenberger sem áður bar vitni í málinu, verið ákærður en hann er upphafsmaður þess að rannsókn hófst. Jón Gerald fer fram á að dómari víki sæti í málinu.

Í héraðsdómi Reykjvíkur í morgun þurfti Jón Gerald að færa sig af áhorfandabekknum í dómsalnum og yfir á bekk sakborninga þar sem fyrir sátu Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson ásamt lögmönnum sínum. Mátti vel greina spennuna sem var í dómsalnum.

Jón Gerald lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestinguna eins og aðrir sakborningar í málinu. Hann er ákærður fyrir að hafa gert falskan kreditreikning til handa Baugsmönnum. Settur saksóknari tekur ekki undir vanhæfiskröfu Jóns Geralds frekar en verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva. Hann setti þó fyrirvara vegna fyrri málaferla í Baugsmálinu þar sem sami dómari dæmdi. Hann segist þó treysta dómararnum til meta hæfi sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×