Innlent

Sigurður Ó Helgason fyrsti forstjóri Flugleiða stefnir félaginu

Sigurður Ó Helgason, sem var fyrsti forstjóri Flugleiða, telur að breytt launakerfi æðstu stjórnenda félagsins rýri eftirlaun sín stórlega og hefur stefnt félaginu til greiðslu. Þegar gerður var eftirlaunasamningur við Sigurð, sem gjarnan er nefndur Sigurður eldri, árið 1977 átti hann að fá eftirlaun samkvæmt ákveðnu kerfi, sem jafnframt tæki tillit til ábatagreiðslna til starfandi stjórnenda.

Við þetta var staðið þar til fyrir nokkrum árum að félagið hætti ábatagreiðslum en tók upp heimildir til stjórnenda til að kaupa hlutabréf í félaginu á ákveðnum kjörumn, í staðinn.

Eftir það hætti Sigurður að fá ábatagreiðslur, en fékk ekki andvirði kaupréttar í staðinn, og það er sá réttur sem hann ætlar að sækja nú. Óljóst er hversu upphæðin er mikil, en DV hefur það eftir heimildum sínum að hún geti hlaupið á 30 til 40 milljónum króna. Sigurður var forstjóri Flugleliða frá 1974 til til 85 og stjórnarformaður til ársins 1991






Fleiri fréttir

Sjá meira


×