Innlent

Byggði safn dagblaða upp

Sveinn R. Eyjólfsson safnaði í áratugi íslenskum dagblöðum en safnið hefur verið gefið Landsbókasafni Íslands.
Sveinn R. Eyjólfsson safnaði í áratugi íslenskum dagblöðum en safnið hefur verið gefið Landsbókasafni Íslands. MYND/E.Ól.
Dagablaðasafnið sem 365 gaf Landsbókasafni Íslands var lengi vel í eigu Sveins R. Eyjólfssonar, fyrrverandi útgefanda Vísis.

Safnið inniheldur öll tölublöð Vísis, Dagblaðsins, Þjóðviljans, Tímans og Morgunblaðsins frá síðustu öld. Uppistaðan í safninu er sögufrægt safn Böðvars Kvaran en Sveinn eignaðist það í kringum 1970. Safnið var þá óinnbundið en Sveinn sá til þess að blöðin yrðu bundin inn og frá þeim gengið með snyrtilegum hætti. 365 eignaðist safnið í framhaldi af kaupum á DV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×