Erlent

Jack Straw segir ekki koma til greina að ráðast á Íran

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, segir ekki koma til greina að ráðast á Íran vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Utanríkisráðherrann sagði Íran ekki vera Írak og að aldrei hefði komið til greina að ráðast á landið.

Straw sagði þó mjög mikilvægt að fá Írana til að hætta við áætlanir sínar og bað um frekari stuðning Kínverja í málinu. Þrátt fyrir orð breska utanríkisráðherrans hefur Bush Bandaríkjaforseti sagt ekki útilokað að Bandaríkin ráðist á Íran, ekki komi til greina að Íranar fái að framleiða úran sem notað er til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á morgun mun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þinga um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×