Innlent

Þriðji mesti gróði vegna eignasölu

Landsbankinn seldi hlut sinn í norræna fjárfestingabankanum Carnegie í morgun og græddi á því tíu milljarða króna. Landsbankamenn segja gróðann jafnast á við tvær og hálfa loðnuvertíð.

Landsbankinn seldi hlut sinn í Carnegie til alþjóðlegra fagfjárfesta og hafði Deutse bank yfirumsjón með sölunni. Sigurjón Þóroddur Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir undirbúning hafa verið nokkurn að sölunni þar sem Landsbankinn hafi verið innherji hjá Carnegie vegna stjórnarmanns sem þeir hafa átt þar og mega því aðeins selja skömmu eftir uppgjör.

Sigurjón telur þetta vera þriðja stæsta hagnað Íslendinga vegna eignasölu. Stæstu söluna telur Sigurjón vera þegar Björgólfsfeðgar seldu bjórverksmiðju í Rússlandi og FL seldi hlut sinn í Easy Jet. En telur hann söluna vera kjaftshögg fyrir erlenda sérfræðinga sem hallmælt hafa íslensku viðskiptalífi að undanförnu.

Á síðasta ári fór framlag fjrámálaþjónustu til landsframleiðslu í fyrsta sinn fram úr framlagi sjávarútvegs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×