Innlent

Ekkert sagt um gang viðræðna

Ekkert er gefið upp um gang viðræðna Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarsamninginn sem framhaldið var í utanríkisráðuneytinu í dag. Ráðuneytið segir það eitt að aðallega hafi verið rætt um drög að nýrri varnaráætlun fyrir Ísland sem Evrópuherstjórn Bandaríkjanna hefur gert, en Ísland er í umdæmi hennar. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun gera utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir viðræðunum á fundi nefndarinnar á laugardag. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að viðræðunum verði haldið áfram fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×