Innlent

Vélsleðaslys í Gjástykki

MYND/ÞÖK

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita vegna vélsleðaslyss sem varð í Gjástykki suður af Húsavík klukkan ellefu í morgun. Karlmaður fór þar á vélsleða sínum fram af klettavegg og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun hann hafa handleggsbrotnað.

Hjálparsveitarmenn frá Aðaldal komu á vettvang rétt fyrir kl. 12 og björgunarsveitarmenn með lækni í för eru væntanlegir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×