Innlent

Samningur undirritaður um Talíu-Loftbrú Reykjavíkur

Samningur um Talíu-Loftbrú Reykjavíkur var undirritaður í dag. Samningurinn er hugsaður sem alþjóðlegur tengslasjóður fyrir listamenn Félags íslenskra leikara.

Það eru Reykjavíkurborg, Icelandair, Glitnir og Félag íslenskra leikara sem eru stofnendur samningsins. Samhliða samningnum var stofnaður sjóður sem ætlað er að styðja við bakið á íslenskum sviðslistamönnum sem hefur verið boðið að sýna list sína erlendis. Stofnendur sjóðsins munu árlega leggja sem nemur 3,2 milljónir króna í sjóðinn og verður úthlutun styrkja í formi verkefnisstyrkja, og farmiða og yfirvigtar hjá Icelandair. Þetta er þriðja Loftbrúin sem Reykjavíkurborg og Icelandair efna til í samvinnu við samtök listamanna og annarra bakhjarla. Áður eru fyrir Loftbrú tónlistarmanna og Muggur-Loftbrú myndlistarmanna en á síðastliðnum þremur árum hafa um 1000 tónlistarmenn fengið notið góðs af Loftbrú tónlistarmanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×