Innlent

Vetur og sumar frusu saman í nótt

Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta.
Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta. MYND/Hilmar Þ. Guðmundsson

Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur víða um land í dag, þar á meðal í flestöllum hverfum Reykjavíkur.

Kl. 11 hófst skátamessa í Hallgrímskirkju og fjölskylduskemmtun hófst í morgun við Vesturbæjarlaugina, og er frítt í laugina á meðan.

Í Grafarvogi er opið hús í frístundaheimilunum fram að hádegi. Þess má geta að vetur og sumar frusu saman í nótt sem sagt er að boði hlýtt sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×