Innlent

Kappakstur á Akureyri

Lögreglan á Akureyri batt enda á kappakstur tveggja sautján ára ökumanna á Hörgárbraut upp úr miðnætti í nótt. Annar var á 115 kílómetra hraða en hinn á 103 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50. Annar ökumaðurinn reyndi að komast undan á bíl sínum en lögreglu tókst þegar að stöðva hann. Samkvæmt lögreglu má sá sem hraðar fór búast við að verða sviptur ökuréttindum.

Þá stöðvaði lögreglan í Keflavík ökumann á 166 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Maðurinn, sem mun vera á miðjum aldri, var einn á ferð og var sviptur ökuskírteini sínu á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×