Innlent

Áslaug og Sigrún hlutu barnabókaverðlaun menntaráðs

Áslaug Jónsdóttir þakkar fyrir sig. Í bakgrunni er Katrín Jakobsdóttir, formaður dómnefndar.
Áslaug Jónsdóttir þakkar fyrir sig. Í bakgrunni er Katrín Jakobsdóttir, formaður dómnefndar. MYND/Heiða

Áslaug Jónsdóttir og Sigrún Árnadóttir hlutu í dag barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur fyrir árið 2006. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en þetta var í þrítugasta og fjórða sinn sem það er gert. Áslaug fékk verðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina, sem nefnist Gott kvöld. Sigrún var hins vegar verðlaunuð fyrir bestu þýddu barnabókina en það var að mati dómnefndar Appelsínustelpan eftir norska rithöfundinn Jostein Gaarder. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi bókmennta í uppeldisstarfi og því sem vel er gert í barnabókaútgáfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×