Fleiri fréttir

Forseti bæjarstjórnar leiðir listann

Elías Jónatansson, iðnaðarverkfræðingur og forseti bæjarstjórnar bolungarvíkur leiðir lista sjálfstæðismanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí. Framboðslistinn var samþykktur einróma af fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík á fundi ráðsins á skírdag.

Allir af nöglunum

Í dag eiga allir bifreiðaeigendur að vera búnir að skipta nagladekkjunum út fyrir sumardekkin. Veðrið í höfuðborginni í nótt og í morgun var þó síst til þess fallið að hvetja ökumenn til að fara af nöglum.

Gott skíðafæri um mest allt land

Flest skíðasvæði á landinu er opin í dag. Opið er á skíðasvæði höfuðborgarbúa í Bláfjöllum, í Hlíðarfjalli á Akureyri, í Tungudal á Ísafirði og í Oddskarði fyrir austan svo dæmi séu tekin.

Hetjuleg björgun úr bruna

Fimm manna fjölskyldu - hjónum og þremur ungum börnum - var bjargað úr brennandi húsi á Akureyri í morgun. Eldur kviknaði á miðhæð í þrílyftu húsi en fjölskyldan var á efstu hæð.

Rússar styrkja Palestínumenn

Rússar hafa ákveðið að hlaupa undir bagga með heimastjórn Palestínumanna og veita henni rekstrarfé. Evrópusambandið og Bandaríkin ákváðu fyrir skemmstu að hætta öllum styrkveitingum til heimastjórnarinnar á meðan hún viðurkenndi ekki Ísraelsríki.

Bush treystir Rumsfeld

Bush Bandaríkjaforseti segist treysta Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fullkomlega og að ásakanir um að hann hafi enga stjórn á málum herliðsins í Írak séu úr lausu lofti gripnar. Sex fyrrverandi hershöfðingjar í Bandaríkjaher hafa undanfarið gagnrýnt Rumsfeld opinberlega og sagt réttast að hann segði af sér vegna alls þess sem hefur klúðrast hjá herliðinu í Írak. Bush telur þessar ásakanir fráleitar og sagði í gærkvöldi að stjórnunarhæfileikar Rumsfeld væru einmitt það sem þjóðin þyrfti á þessum hættulegu tímum.

Harðir bardagar milli öryggissveita og uppreisnarsveita talibana

Nærri fimmtíu féllu í hörðum bardögum milli öryggissveita og uppreisnarmanna úr röðum Talibana í suðurhluta Afghanistan í gær. Afghanskir og bandarískir hermenn gerðu áhlaup á vígi uppreisnarmannanna, með þeim afleiðingum að fjörutíu og einn féll í valinn.

Ástæðulaus ótti

Ótti greip um sig meðal Dana í gær þegar opinberað var að Dani á þrítugsaldri hefði greinst með fuglaflensusmit. Í morgun var svo upplýst að maðurinn er ekki smitaður.

Impregilo þarf að svara fyrir meintar mútugreiðslur

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem er aðalverktaki framkvæmdanna við Kárahnjúka, tapaði á fimmtudag áfrýjun fyrir dómstólum í Afríkinu Lesótó vegna meintra mútugreiðslna fyrirtækisins til embættismanna.

Fimm manna fjölskyldu bjargað

Eldur kom upp í þrílyftu húsi á Eyrinni á Akureyri í morgun. Fimm manna fjölskyldu var bjargað af efstu hæð hússins en eldurinn var á miðhæðinni.

Annir hjá björgunarsveitum

Hjón á vélsleða fóru fram af snjóhengju rétt fyrir ofan Grenivík í gær. Hjónin reyndust ekki mikið slösuð en kalla þurfti út björgunarsveit til að aðstoða þau.

Slagsmálahundar og launhálka í Reykjavík

Tveir menn voru handteknir fyrir að ganga í skrokk á þeim þriðja í Bankastræti í nótt og var þeim búinn næturstaður í fangaklefa. Fórnarlambið heimsótti slysadeild en mun ekki hafa verið mikið slasað. 7 árekstrar urðu í Reykjavík í nótt þegar frysti skyndilega um fjögurleytið, en ekki urðu þó mikil slys á fólki. Einnig valt bíll á Reykjanesbraut og annar ók út af á Vesturlandsvegi en meiðsl á fólki voru minniháttar. Þá voru 4 ökumenn teknir fyrir ölvun undir stýri.

Unglingur á rauðu ljósi

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann fyrir að fara yfir á rauðu ljósi og kom þá á daginn að ökumaður var aðeins sextán ára og hafði tekið bíl foreldra sinna í leyfisleysi. Það verður því nokkur frestun á því að strákurinn fái ökuréttindi og fái að rúnta um á bíl pabba og mömmu á ný.

Lögreglan las Passíusálmana

Borðalagðir lögreglumenn fluttu Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Grafarvogskirkju í dag og lögreglukórinn söng með. Föstudagurinn langi er af mörgum talinn einn helgasti dagur ársins. Þá minnast kristnir píslargöngu Krists á ýmsan hátt. Í Grafarvogskirkju lásu lögreglumenn Pasdsísálma Hallgríms Péturssonar fyrir kirkjugesti

Baldur á leið til Stykkishólms

Nýja Breiðafjarðarferjan, Baldur, er kominn til landsins, en til stóð að hann hæfi siglingar um Breiðafjörð í fyrradag. Frá því að gamla Breiðafjarðarferjan fór sína síðustu ferð um mánaðamótin hafa engar skipulegar siglingar verið til Brjánslækjar.

ESB fer gegn kortafyrirtækjunum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að skera upp herör gegn kortafyrirtækjunum. Þau eru sögð raka inn óheilbrigðum og yfirdrifnum gróða með gjaldtöku sinni. Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kreditkorta segir gagnrýnina ekki eiga við um íslensku kortafyrirtækin.

Göngugarpur rekinn frá Rússlandi

Breskur göngugarpur og bandarískur ferðafélagi hans voru gerðir burtrækir frá Rússlandi í dag eftir að hafa gengið og synt yfir Beringssundið milli Alaska og Síberíu.

Sigurvonir Berlusconis bresta

Vonir Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, um að hnekkja úrslitum þingkosninganna í síðustu viku, urðu að engu í dag. Í ljós kom að óvissuatkvæði eru mun færri en áður var talið.

Kemst ekki lengra en til Djúpavogs á 5000 krónum

Fyrir ári hefði meðalfólksbíll náð að keyra frá Reykjavík til Vopnafjarðar fyrir fimmþúsund krónur, en nú kemst hann aðeins á Djúpavog. Eins og greint hefur verið frá í fréttum hér á NFS þá hefur bensínverð hækkað mikið á undanförnum mánuðum og kostar bensínlítrinn um það bil 20 krónum meira nú en í apríl í fyrra.

Gert meira rétt en rangt

Fjármálaráðherra segir hagstjórn ríkisstjórnarinnar ekki án galla en telur árangur hennar engu að síður ásættanlegan. Hann segir breytingu hámarksútlána Íbúðalánasjóðs engin áhrif hafa á verðbólguna.

Sprenging rýfur kyrrð í Kasmír

Fimm manns létu lífið í árásum byssumanna í Kasmír fylki á Indlandi í morgun. Tiltölulega kyrrt hefur verið í Kasmír undanfarið, þangað til nú.

Aðeins tvö þúsund atkvæði sem deilt er um

Ítalska innanríkisráðuneytið tilkynnti nú fyrir stundu að atkvæðaseðlar, sem deilt er um í þingkosningunum um síðustu helgi, séu aðeins rúmlega tvö þúsund. Áður var talið að um rúmlega 43 þúsund atkvæði væri að ræða. Jafnaðarmaðurinn Romano Prodi sigraði í kosningunum, en þangað til fyrir nokkrum mínútum var sá sigur í óvissu vegna vafaatkvæðanna.

Vélsleðamennirnir fundnir

Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í Hallmannahrauni síðan á miðnætti eru fundir heilir á húfi.

Víða opið í dag

Hægt er að versla í matinn, taka bensín á bílinn og bregða sér í sund á höfuðborgarsvæðinu í dag. En víða er opið ólíkt því sem áður þekktist á föstudeginum langa.

Fleiri krefjast afsagnar Rumsfelds

Tveir uppgjafarhershöfðingjar hafa bæst í hóp þeirra sem krefjast afsagnar Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Alls hafa því sex hershöfðingjar, sem nú hafa látið af störfum, hvatt ráðherrann til að segja af sér. Þeir segja að hann beri ábyrgð á röð mistaka sem hafi verið gerð við innrásina í Írak

Píslardauða Krists minnst víða um heim

Píslardauða Krists er minnst víða um heim í dag, föstudaginn langa. Í Jerúsalem komu hundruð manna saman í morgun og gengu um götur borgarinnar eftir Via Dolorosa til grafarkirkjunnar. Kirkjan er byggð á staðnum þar sem menn álíta að Golgata hæð hafi verið, þar sem Jesús var krossfestur og grafinn. Sumir báru krossa eftir leiðinni.

Tveir létu lífið í götusprengju

Tveir Írakar létu lífið og fjórir breskir hermenn særðust í götusprengju í Basra í sunnanverðu Írak í morgun. Írakarnir voru í bíl sem ók framhjá breskum hermönnum, sem virðast hafa verið skotmörk árásarmanna. Í gær létu að minnsta kosti fimmtán manns lífið í bílsprengju á markaðstorgi í norðurhluta Bagdad borgar. Tuttugu og tveir særðust. Þá var ellefu starfsmönnum byggingarfyrirtækis rænt í Basra borg í morgun og þeir allir myrtir. Slíkar árásir á fyrirtæki og starfsmenn þeirra hafa ágerst að undanförnu.

Vélsleðamennirnir fundnir

Vélsleðamennirnir tveir sem leitað var norðan Langjökuls eru fundnir. Þeir eru heilir að húfi en þeir fundust um sjö til átta kílómetrum frá vélsleðum sínum í Hallmundarhrauni. Mannanna hafði verið saknað frá því um kvöldmatarleytið í gær.

Gott skíðafæri um mest allt land utan höfuðborgarsvæðisins

Opið er í Hlíðarfjalli í dag. Veður er bjart á Akueyri núna, hiti rétt undir frostmarki og skíðafærið gott. Það sama á við um Tindastól skíðasvæði Sauðkræklinga og Skarðsdal skíðasvæði Siglfirðinga en á báðum stöðum er færið fínt.

Vélsleðamanna enn leitað

Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna leitar enn tveggja manna á svæði norðan Langjökuls. Mennirnir ætluðu í stutta vélsleðaferð á Landgjökul í gærdag en skiluðu sér ekki til byggða. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann vélsleðana yfirgefna í Hallmundarhrauni við jaðar Landgjökuls fyrr í morgun.

Tveggja vélsleðamanna leitað

Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna leitar nú tveggja vélsleðamanna sem ætluðu í stutta ferð á Langjökul í gær, en hafa ekki skilað sér.

Sótti slasaðan sjómann af spænskum togara

TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í dag slasaðan sjómann af spænskum togara sem staddur var 210 sjómílur suðvestur af Reykjanesi á karfaveiðum. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni er maðurinn með alvarlega brjóstholsáverka.

Bíllinn hans Brjesneffs á uppboði

Nú stendur fyrir dyrum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, uppboð á bílum af ýmsum stærðum og gerðum. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema að bifreiðarnar voru eitt sinn í eigu fyrrverandi ráðamanna landsins.

Hjarta fjarlægt úr stúlku

Breskum læknum hefur tekist að fjarlægja hjarta úr tólf ára gamalli stúlku sem grætt var í hana fyrir áratug síðan. Stúlkunni heilsast ótrúlega vel en hún kveðst samt finna fyrir tómleikatilfinningu annað slagið.

Íslendingar netvæddastir allra

Íslendingar eru netvæddasta þjóð í heimi að því er ný rannsókn Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sýnir.

Íranar sitja fast við sinn keip

Enginn sáttatónn var í Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, í dag þegar hann ræddi um kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar. Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar situr nú á rökstólum í Teheran með írönskum ráðamönnum.

Vökvinn hérlendis sagður hættulaus

Bandaríska fyrirtækið, Bausch & Lomb sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar fregna af Renu Moisture Loc-linsuvökvanum sem talinn er geta valdið blindu.

Endurgreiða gjöld og veita afslátt vegna stöðugleika í rekstri

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst greiða til baka hluta af gjöldum bæjarbúa til sveitarfélagsins á þessu ári og veita afslátt af dagvistargjöldum út árið. Bæjarstjóri segir þetta gert vegna stöðugleika sem náðst hafi í rekstri sveitarfélagsins.

Sérstök innbrotsvakt hjá lögreglunni

Innbrotsþjófar, sem hugsa sér gott til glóðarinnar nú um helgina, ættu að hugsa sinn gang. Lögreglan verður á sérstakri innbrotavakt og fylgist sérlega vel með íbúðar- og iðnaðarhverfum.

Skíðamaður slasaðist í Tungudal

Karlmaður slasaðist þegar hann féll á skíðum á skíðasvæðinu í Tungudal fyrr í dag. Maðurinn, sem er um sjötugt, var fluttur með sjúkraflugi á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahús. Hann er ekki í lífshættu en ekki er vitað um hvers kyns meiðsli hans eru. Maðurinn er í rannsókn og verður mjög líklega lagður inn á spítalann.

Umhverfisráðherra skoðaði afleiðingar sinubrunans á Mýrum

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur falið Náttúrufræðistofnun Íslands að rannsaka áhrif sinubrunanna á Mýrum á lífríkið og mun stofnunin fylgist náið með framvindu gróðurs og dýrlífs á svæðinu á næstu árum. Umhverfisráðherra skoðaði í gær afleiðingar sinubrunans ásamt forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, sérfræðingum stofnunarinnar og fulltrúum heimamanna.

D-listinn klofnaði í afstöðu sinni

D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti.

Drápu eftirýstan al-Qaida liða í Pakistan

Félagi í al-Qaida samtökunum sem eftirlýstur hefur verið vegna aðildar að sprengingunni í sendiráði Bandaríkjanna í Kenía árið 1998 var skotinn til bana í Pakistan, nærri afgönsku landamærunum, í gærkvöld. Þetta er haft eftir innanríkisráðherra Pakistans.

Sjá næstu 50 fréttir