Erlent

Íslendingar netvæddastir allra

Íslendingar eru netvæddasta þjóð í heimi að því er ný rannsókn Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sýnir. Rúmlega fjórðungur Íslendinga, eða 78 þúsund manns, eru áskrifendur að háhraðatengingu en fast á hæla okkar koma Suður-Kóreumenn, Hollendingar og frændur okkar Danir. Bandaríkjamenn eru aftur á móti sú þjóð þar sem flestir netnotendur eru. Þar hafa 49 milljónir landsmanna aðgang að breiðbandi eða háhraðatengingu af öðru tagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×