Innlent

ESB fer gegn kortafyrirtækjunum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að skera upp herör gegn kortafyrirtækjunum. Þau eru sögð raka inn óheilbrigðum og yfirdrifnum gróða með gjaldtöku sinni. 

Gagnrýnin á kortafyrirtækin í Evrópu er hörð og er litið svo á að skortur á samkeppni, innan landa og milli landa sé að koma harkalega niður á neytendum. Meðal annars er rætt um að smásöluverð sé 2,5 % hærri en ella vegna tangarhalds kortafyrirætkjanna. Gagnrýnin snýr bæði að kreditkortum og debetkortum - og tekur til  stofngjalda, færslugjalda sem leggjast á neytandann og kostnað sem smásali þarf að greiða - eða leggja á vöruna.

Ragnar Önudnarson, framkvæmdastjóri Kreditkorta eða MatserCard bendir á að tölur um ofurgróða eigi vart við um Ísland. Hans fyrirtæki velti um hundrað milljörðum en hagnaður sé um 200 milljónir eða núll komma tvö prósent af veltu. Hann þekkir gagnrýnina innan Evrópusambandsins en hún egi takmarkað við hér á landi. Hann bendir einnig á að líklegast sé álag í smásölunni nærri því að vera 1% á Íslandi á sama tíma og Evrópusambandið gagnrýni að hækkun vöruverðs vegna korta sé 2,5%.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×