Innlent

Víða opið í dag

Árbæjarlaug
Árbæjarlaug MYND/Teitur

Hægt er að versla í matinn, taka bensín á bílinn og bregða sér í sund á höfuðborgarsvæðinu í dag. En víða er opið ólíkt því sem áður þekktist á föstudeginum langa.

Opið í flest öllum verslunum tíu ellefu og ellefu ellefu. Þeir sem vilja bregða sér í sund í höfuðborginni geta skellt sér í Árbæjarlaug, Laugardalslaug og Vesturbæjarlaug. Í þeim tveimur fyrrnefndu er opið til klukkan átta í kvöld og það sama á við um Bláa lónið. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn í dag til klukkan fimm. Einnig má finna nokkrar bensínstöðvar sem eru með opið í dag.

Heimilt er að hafa gisti- og veitingastaði opna allan sólarhringinn um páskana. Þeir staðir sem eru með vínveitingaleyfi eru þó háðir öðrum reglum. Þeir staðir þurftu að loka á miðnætti en leyfilegt er að opna aftur skemmtilstaði á miðnætti. Samkvæmt óformlegri könnun NFS virðast margir veitingastaðir hafa opið í dag en til dæmis eru flestir pítsustaðir opnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×