Fleiri fréttir Lögðu undir sig stjórnarráðið í Ramallah Hópur herskárra Palestínumanna lagði undir sig stjórnarráðið í Ramallah í morgun. Mennirnir, sem voru um tuttugu talsins og allir gráir fyrir járnum, hertóku skrifstofurnar í rúma klukkustund en að lokum sannfærðu lögreglumenn þá um að leggja niður vopn. 13.4.2006 13:30 Björguðu fjölskyldu í bíl á Hellisheiði eystri Björgunarsveitir á Vopnafirði og Jökuldal komu í morgun þriggja manna fjölskyldu til bjargar sem fest hafði bíl sinn á Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Héraðs. 13.4.2006 13:00 30 hafa farist í aurskriðum í Kólumbíu Óttast er að allt að þrjátíu manns hafi farist í aurskriðum í Kólumbíu í gær. Mikil úrkoma hefur verið í suðvesturhluta landsins að undanförnu og því hafa ár flætt yfir bakka sína svo um munar. 13.4.2006 12:45 Fjársöfnun hafin fyrir dómsmál gegn ríkinu Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur hafið fjársöfnun vegna dómsmáls sem hópurinn rekur gegn Landsvirkjun og stjórnvöldum. Gjafsókn fæst ekki, en lagaákvæði um gjafsókn var breytt á meðan umsókn frá hópnum lá fyrir hjá gjafsóknarnefnd. 13.4.2006 12:30 Íran orðið kjarnorkuveldi Forseti Írans, lýsti því yfir í morgun að Íran væri orðið kjarnorkuveldi og klerkastjórnin myndi ekki gefa þumlung eftir í viðræðum um kjarnorkuáætlun sína. Forstjóri Alþjóða-kjarnorkumála-stofnunarinnar kom til Teheran í gær til að freista þess að telja Írönum hughvarf. 13.4.2006 12:15 Seðlabankinn ekki einn á verðbólguvaktinni Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður Fjárlaganefndar, neitar því að Seðlabankinn hafi staðið einn á verðbólguvaktinni, eins og ASÍ heldur fram. Hann segir gagnrýnina einungis réttmæta hvað varði launakostnað hins opinbera. 13.4.2006 11:56 55 teknir fyrir of hraðan akstur nærri Blönduósi Lögreglan á Blönduósi hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gær ef marka má fjölda þeirra sem teknir voru fyrir of hraðan akstur. Alls voru 55 stöðvaðir frá hádegi í gær og fram yfir miðnætti en sá sem hraðast ók var á um 140 kílómetra hraða á klukkustund. 13.4.2006 10:45 Umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi í gær Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á Ólafsfjarðarvegi gærkvöld. Bílarnir komu úr gangstæðri átt og valt annar þeirra þegar þeir rákust saman. 13.4.2006 10:30 Enn allt í hnút í ítölskum stjórnmálum Enn er allt í hnút í ítölskum stjórnmálum eftir þingkosningarnar sem haldnar voru í landinu í vikubyrjun. Silvio Berlusconi neitar sem fyrr að viðurkenna ósigur sinn heldur segir hann alla framkvæmd kosninganna meingallaða. 13.4.2006 10:30 ElBaradei í Íran vegna kjarnorkudeilu Mohammed ElBaradei, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er kominn til Írans til að þrýsta á þarlenda ráðamenn að hætta við kjarnorkuáform sín. 13.4.2006 10:00 Skafrenningur og hálka er víða á þjóðvegum landsins Skafrenningur og hálka er víða á þjóðvegum landsins. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, hálkublettir eru á Fróðárheiði. 13.4.2006 09:53 Skíðafæri gott víða um land Skíðasvæði eru opin víða um land í dag, nægur er snjórinn og færi er víðast hvar gott. Skíðavikan á Ísafirði fer vel af stað. Þar er troðinn þurr snjór, heiðskýrt og logn. 13.4.2006 09:42 Þrír handteknir vegna fíkniefna í Hafnarfirði Um hundrað grömm af amfetamíni og tíu grömm af hassi fundust við húsleit í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið telst upplýst. Nóttin var annars róleg hjá lögreglu víða um land. Fjórir sátu inni í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar og einn ökumaður var stöðvaður af lögreglunni í Kópavogi vegna gruns um ölvun við akstur. 13.4.2006 09:21 Provenzano þögull sem gröfin Bernardo Provenzano, yfirmaður mafíunnar á Sikiley, hefur verið þögull sem gröfin síðan hann var handtekin í gær. Hann hefur verið á flótta í rúma fjóra áratugi. Provenzano var fluttur til Palermo í dag. 12.4.2006 23:00 Hæsta lítraverð á byggðu bóli Bensínverð er sums staðar komið upp í 128 kr og er í sögulegu hámarki. Þetta kemur illa við fjárhag heimilanna og sumir þurfa jafnvel að íhuga að selja bíla sína. 12.4.2006 22:56 Flugvél lent á Prestwick-flugvelli vegna sprengjugabbs Engin sprengja fannst um borð í flugvél lággjaldaflugfélagsins Ryanair sem beint var á Prestwick-flugvöll rétt utan við Glasgow í Skotland í dag. Um gabb var að ræða. 12.4.2006 22:30 Tugmilljarða tekjuauki útgerðarinnar Tekjur útgerða landsins af útflutningi sjávarafurða á ársvísu hafa aukist um fjörutíu milljarða króna vegna veikingar krónunnar frá áramótum. 12.4.2006 22:15 Berlusconi segir kosningasvik hafa átt sér stað Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi bandalags hægriflokka, segir víðtæk kosningasvik hafa átt sér stað í þingkosningunum á sunnudag og mánudag. Romano Prodi, leiðtogi bandalags mið og vinstri flokka, segir tímabært að Berlusconi víki. 12.4.2006 22:15 Fluttur á slysadeild eftir bílveltu Ökumaður fólksbíls var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi í kvöld. Bíll sem kom úr norðri lenti utan í bíl á leið í gagnstæða átt, fór út af veginum og valt áður en hann stöðvaðist á toppnum. 12.4.2006 21:55 Fór með kornabarn í innbrotsleiðangur Karlmaður var handtekinn eftir að hafa brotist inn í tvo bíla í Laugardalnum síðdegis í dag. Það vakti athygli sjónarvotts að maðurinn ýtti barnavagni á undan sér þegar hann hljóp frá öðrum bílnum. 12.4.2006 21:43 Bensínreikningurinn hækkar um 30 þúsund Bensínreikningur meðal bíleigandans hefur hækkað um þrjátíu þúsund krónur frá áramótum vegna verðhækkana á bensíni. 12.4.2006 21:16 Sveitarfélögum hefur fækkað um 20% Sveitarfélögum landsins hefur fækkað um rúmlega fimmtung síðustu fjögur árin. Sveitarfélög landsins voru 105 talsins árið 2002 en eru nú aðeins 79 eftir sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps. 12.4.2006 21:00 Ráðist á mosku sjía í Írak Að minnsta kosti 20 féllu og 30 særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt mosku sjía-múslima norð-austur af Bagdad, höfuðborg Íraks, síðdegis í dag. Sprengja sprakk á fjölfarinni götu. Fjölmargir hafa fallið í átökum sjía og súnní múslima í Írak síðustu vikur. 12.4.2006 20:15 Mikil umferð um Holtavörðuheiði Mikil umferð er norður yfir Holtavörðuheiði og ljóst að margir eru á leið í páskafrí. Nokkur hálka er á þessum slóðum og því ágætt að fara varlega að sögn lögreglu en þó hefur ekkert óhapp verið tilkynnt til lögreglunnar. 12.4.2006 20:08 Fjölbreyttar ferðið fyrir borgarbúa á Sumardaginn fyrsta Ferðalangur á heimaslóð er samheiti fjölbreyttra skemmtiferða sem fólki á öllum aldri gefst færi á að fara í á Sumardaginn fyrsta. Hestaferðir, hvalaskoðun, rútuferðir út fyrir borgarmörkin og útsýnisflug er meðal þess sem í boði er. 12.4.2006 20:00 Demantspáskaegg til sölu Súkkulaðiegg og páskahérar seljast vanalega eins og heitar lummur þegar dregur að páskum en óvíst er hvort nýtt 60 cm hátt páskagóðgæti seljist í skyndi. Um er að ræða súkkulaðiegg sem er þakið 100 demöntum en hver þeirra er um hálft karat. Eggið er metið á tæplega 7 milljónir íslenskra króna. 12.4.2006 20:00 Öryggisráðið þarf að bregðast við af hörku Íranar hafa færst skrefi nær atómsprengjunni eftir að þeir tilkynntu í gær að þeim hefði tekist að auðga úran. Rússar skoruðu á Írana í morgun að láta af kjarnorkuvinnslu sinni. Kínverjar segja yfirlýsingar Írana ekki samræmast kröfum Sameinuðu þjóðanna. 12.4.2006 19:45 Þrjú sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg Þrjú svokölluð sjóræningjaskip sem skráð eru í Georgíu sáust á svæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar á Reykjaneshrygg í gær. Það var áhöfn TF-SYN, Fokkerflugvélar Landhelgisgæslunnar, sem kom auga á skipin í eftirlitsflugi. 12.4.2006 19:45 Standa við skýrsluna Þrátt fyrir að lánshæfismat íslensku bankanna sé nánast óbreytt segist fulltrúi Danske Bank standa við skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Hann vísar því á bug að bankinn hafi hagnast á að mála ástandið hér dökkum litum. 12.4.2006 19:07 Linsuvökvi veldur blindu Mest seldi linsuvökvi á Íslandi getur, við ákveðnar aðstæður, valdið augnsjúkdómum sem leiða til blindu. Þessar aðstæður eru meðal annars hiti og raki. Landlæknir kannar málið. 12.4.2006 18:57 Neytendasamtökin segja að málið vegna samráðs olíufélaganna sýni að brýn þörf sé á því að hægt sé að fara í hópmálsókn hér á landi. Þau segja að möguleikar neytenda á að fá bætur frá fyrirtækjum séu mun minni hér á landi en annars staðar, vegna þessa. 12.4.2006 18:30 Röng mynd dregin upp af kjörum ellilífeyrisþega Sú mynd sem Fjármálaráðuneytið dregur upp af kjörum ellilífeyrisþega er röng, segir hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Á meðan ríkið gefi með annarri sé tekið með hinni. 12.4.2006 18:30 Sex ára fangelsi fyrir sveðjuárás Átján ára gamall piltur, Tindur Jónsson, var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðist að öðrum pilti með stórum hnífi eða sveðju og hjó ítrekað í höfuð hans og líkama. 12.4.2006 18:24 Fimm bílar í árekstri Fimm bílar lentu í árekstri á Hringbraut í Reykjavík, skammt frá Stakkahlíð, um klukkan hálf sex. Ekki urðu þó nein meiðsl að ráði á fólki. Að sögn lögreglu hefur umferðin þrátt fyrir þetta almennt gengið vel fyrir sig en hún er mjög mikil á þessum síðasta virka degi fyrir páskahelgi. 12.4.2006 18:00 Horfir fram á sumarþing eða frestun mála fram á haust Magrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að halda verði sumarþing eða fresta málum fram á haustþing því ekki náist að klára öll þau mál sem lögð hafi verið fyrir þingið að undanförnu. Hún sakar ríkisstjórnina um hroðvirkni við vinnslu frumvarpa. 12.4.2006 17:30 Myndun ríkisstjórnar hefst á næstu dögum Romano Prodi, leiðtogi Ólívubandalags mið- og vinstri flokka á Ítalíu, segir viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar hefjast á næstu dögum. Silvio Berlusconi forsætisráðherra krefst þess að atkvæði í þingkosningunum verði talin á ný. 12.4.2006 17:30 Aðhefst ekkert vegna kaupa Fons á Skeljungi Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa eignarhaldsfélagsins Fons á olíufélaginu Skeljungi af Högum. Gengið var frá kaupunum í lok febrúar og verður Skeljungur dótturfélag Fons. 12.4.2006 17:15 Setuverkfallinu frestað Búið er að fresta viku setuverkfalli ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefjast átti hinn 21. apríl næstkomandi. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsfólksins, eru viðræður hafnar við forstöðumenn hjúkrunarheimilanna. 12.4.2006 17:03 4.431 undirskrift til stuðnings séra Sigfúsi Undirskriftir 4.431 íbúa í Reykjanesbæ voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir luktum dyrum í dómsmálaráðuneytinu í dag. Fólkið krefst þess að ráðherra skipi séra Sigfús B. Ingvarsson í stöðu sóknarprests í Keflavíkursókn. 12.4.2006 17:02 Harry prins orðinn herforingi Harry prins, sonur Karls Bretaprins, útskrifaðist í dag úr Sandhurst-herskólanum með mikilli viðhöfn. Harry, sem er 21 árs, hóf þjálfun í maí í fyrra og útskrifast sem herforingi. Hann hefur lýst yfir áhuga á að berjast í fremstu víglínu í Írak og Afganistan þar sem fjöldi breskra hermanna er nú. 12.4.2006 17:00 Öryggisráðið þarf að bregðast við af hörku segir Rice Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þarf að bregðast af hörku við fullyrðingum Írana frá í gær um að þeim hafi tekist að auðga úran. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12.4.2006 16:45 Akureyrarbær flytur viðskipti sín til Glitnis Akureyrarbær hefur ákveðið að flytja öll bankaviðskipti sín til Glitnis og tekur samningurinn til allra bankaviðskipta Akureyrarbæjar að undanskildum langtímalánum bæjarins. Þetta er í fyrsta skipti sem Akureyrarbær flytur bankaviðskipti sín milli viðskiptabanka frá árinu 1904. 12.4.2006 16:30 Sprengjuhótun í flugvél Ryanair Prestwick-flugvelli, rétt fyrir utan Glasgow í Skotlandi, var lokað í dag en farþegaflugvél var beint þangað vegna sprengjuhótunar. Áhöfn vélarinnar barst miði sem á stóð að búið væri að koma sprengju fyrir í vélinni. 12.4.2006 16:30 Vilja breyta eftirlaunalögum en deila um aðferðarfræði Samstaða er um það meðal allra flokka á Alþingi að breyta lögunum um eftirlaun stjórnmálamanna, en ágreiningur er um hversu langt á að ganga í málinu og hvort það þurfi að ná um það pólitískri samstöðu á þingi. 12.4.2006 16:24 TF-LÍF í tilraunaflugi yfir höfuðborgarsvæðinu Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er nú á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess til að athuga hvernig hún hefur komið út úr svo kallaðri þrjú þúsund tíma skoðun. Þyrlan hefur verið í slíkri skoðun frá því í febrúar en hún er framkvæmd á þrjú þúsund flugtíma fresti. Vonast er til að skoðuninni ljúki í dag. 12.4.2006 15:56 Sjá næstu 50 fréttir
Lögðu undir sig stjórnarráðið í Ramallah Hópur herskárra Palestínumanna lagði undir sig stjórnarráðið í Ramallah í morgun. Mennirnir, sem voru um tuttugu talsins og allir gráir fyrir járnum, hertóku skrifstofurnar í rúma klukkustund en að lokum sannfærðu lögreglumenn þá um að leggja niður vopn. 13.4.2006 13:30
Björguðu fjölskyldu í bíl á Hellisheiði eystri Björgunarsveitir á Vopnafirði og Jökuldal komu í morgun þriggja manna fjölskyldu til bjargar sem fest hafði bíl sinn á Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Héraðs. 13.4.2006 13:00
30 hafa farist í aurskriðum í Kólumbíu Óttast er að allt að þrjátíu manns hafi farist í aurskriðum í Kólumbíu í gær. Mikil úrkoma hefur verið í suðvesturhluta landsins að undanförnu og því hafa ár flætt yfir bakka sína svo um munar. 13.4.2006 12:45
Fjársöfnun hafin fyrir dómsmál gegn ríkinu Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur hafið fjársöfnun vegna dómsmáls sem hópurinn rekur gegn Landsvirkjun og stjórnvöldum. Gjafsókn fæst ekki, en lagaákvæði um gjafsókn var breytt á meðan umsókn frá hópnum lá fyrir hjá gjafsóknarnefnd. 13.4.2006 12:30
Íran orðið kjarnorkuveldi Forseti Írans, lýsti því yfir í morgun að Íran væri orðið kjarnorkuveldi og klerkastjórnin myndi ekki gefa þumlung eftir í viðræðum um kjarnorkuáætlun sína. Forstjóri Alþjóða-kjarnorkumála-stofnunarinnar kom til Teheran í gær til að freista þess að telja Írönum hughvarf. 13.4.2006 12:15
Seðlabankinn ekki einn á verðbólguvaktinni Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður Fjárlaganefndar, neitar því að Seðlabankinn hafi staðið einn á verðbólguvaktinni, eins og ASÍ heldur fram. Hann segir gagnrýnina einungis réttmæta hvað varði launakostnað hins opinbera. 13.4.2006 11:56
55 teknir fyrir of hraðan akstur nærri Blönduósi Lögreglan á Blönduósi hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gær ef marka má fjölda þeirra sem teknir voru fyrir of hraðan akstur. Alls voru 55 stöðvaðir frá hádegi í gær og fram yfir miðnætti en sá sem hraðast ók var á um 140 kílómetra hraða á klukkustund. 13.4.2006 10:45
Umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi í gær Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á Ólafsfjarðarvegi gærkvöld. Bílarnir komu úr gangstæðri átt og valt annar þeirra þegar þeir rákust saman. 13.4.2006 10:30
Enn allt í hnút í ítölskum stjórnmálum Enn er allt í hnút í ítölskum stjórnmálum eftir þingkosningarnar sem haldnar voru í landinu í vikubyrjun. Silvio Berlusconi neitar sem fyrr að viðurkenna ósigur sinn heldur segir hann alla framkvæmd kosninganna meingallaða. 13.4.2006 10:30
ElBaradei í Íran vegna kjarnorkudeilu Mohammed ElBaradei, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er kominn til Írans til að þrýsta á þarlenda ráðamenn að hætta við kjarnorkuáform sín. 13.4.2006 10:00
Skafrenningur og hálka er víða á þjóðvegum landsins Skafrenningur og hálka er víða á þjóðvegum landsins. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, hálkublettir eru á Fróðárheiði. 13.4.2006 09:53
Skíðafæri gott víða um land Skíðasvæði eru opin víða um land í dag, nægur er snjórinn og færi er víðast hvar gott. Skíðavikan á Ísafirði fer vel af stað. Þar er troðinn þurr snjór, heiðskýrt og logn. 13.4.2006 09:42
Þrír handteknir vegna fíkniefna í Hafnarfirði Um hundrað grömm af amfetamíni og tíu grömm af hassi fundust við húsleit í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið telst upplýst. Nóttin var annars róleg hjá lögreglu víða um land. Fjórir sátu inni í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar og einn ökumaður var stöðvaður af lögreglunni í Kópavogi vegna gruns um ölvun við akstur. 13.4.2006 09:21
Provenzano þögull sem gröfin Bernardo Provenzano, yfirmaður mafíunnar á Sikiley, hefur verið þögull sem gröfin síðan hann var handtekin í gær. Hann hefur verið á flótta í rúma fjóra áratugi. Provenzano var fluttur til Palermo í dag. 12.4.2006 23:00
Hæsta lítraverð á byggðu bóli Bensínverð er sums staðar komið upp í 128 kr og er í sögulegu hámarki. Þetta kemur illa við fjárhag heimilanna og sumir þurfa jafnvel að íhuga að selja bíla sína. 12.4.2006 22:56
Flugvél lent á Prestwick-flugvelli vegna sprengjugabbs Engin sprengja fannst um borð í flugvél lággjaldaflugfélagsins Ryanair sem beint var á Prestwick-flugvöll rétt utan við Glasgow í Skotland í dag. Um gabb var að ræða. 12.4.2006 22:30
Tugmilljarða tekjuauki útgerðarinnar Tekjur útgerða landsins af útflutningi sjávarafurða á ársvísu hafa aukist um fjörutíu milljarða króna vegna veikingar krónunnar frá áramótum. 12.4.2006 22:15
Berlusconi segir kosningasvik hafa átt sér stað Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi bandalags hægriflokka, segir víðtæk kosningasvik hafa átt sér stað í þingkosningunum á sunnudag og mánudag. Romano Prodi, leiðtogi bandalags mið og vinstri flokka, segir tímabært að Berlusconi víki. 12.4.2006 22:15
Fluttur á slysadeild eftir bílveltu Ökumaður fólksbíls var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi í kvöld. Bíll sem kom úr norðri lenti utan í bíl á leið í gagnstæða átt, fór út af veginum og valt áður en hann stöðvaðist á toppnum. 12.4.2006 21:55
Fór með kornabarn í innbrotsleiðangur Karlmaður var handtekinn eftir að hafa brotist inn í tvo bíla í Laugardalnum síðdegis í dag. Það vakti athygli sjónarvotts að maðurinn ýtti barnavagni á undan sér þegar hann hljóp frá öðrum bílnum. 12.4.2006 21:43
Bensínreikningurinn hækkar um 30 þúsund Bensínreikningur meðal bíleigandans hefur hækkað um þrjátíu þúsund krónur frá áramótum vegna verðhækkana á bensíni. 12.4.2006 21:16
Sveitarfélögum hefur fækkað um 20% Sveitarfélögum landsins hefur fækkað um rúmlega fimmtung síðustu fjögur árin. Sveitarfélög landsins voru 105 talsins árið 2002 en eru nú aðeins 79 eftir sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps. 12.4.2006 21:00
Ráðist á mosku sjía í Írak Að minnsta kosti 20 féllu og 30 særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt mosku sjía-múslima norð-austur af Bagdad, höfuðborg Íraks, síðdegis í dag. Sprengja sprakk á fjölfarinni götu. Fjölmargir hafa fallið í átökum sjía og súnní múslima í Írak síðustu vikur. 12.4.2006 20:15
Mikil umferð um Holtavörðuheiði Mikil umferð er norður yfir Holtavörðuheiði og ljóst að margir eru á leið í páskafrí. Nokkur hálka er á þessum slóðum og því ágætt að fara varlega að sögn lögreglu en þó hefur ekkert óhapp verið tilkynnt til lögreglunnar. 12.4.2006 20:08
Fjölbreyttar ferðið fyrir borgarbúa á Sumardaginn fyrsta Ferðalangur á heimaslóð er samheiti fjölbreyttra skemmtiferða sem fólki á öllum aldri gefst færi á að fara í á Sumardaginn fyrsta. Hestaferðir, hvalaskoðun, rútuferðir út fyrir borgarmörkin og útsýnisflug er meðal þess sem í boði er. 12.4.2006 20:00
Demantspáskaegg til sölu Súkkulaðiegg og páskahérar seljast vanalega eins og heitar lummur þegar dregur að páskum en óvíst er hvort nýtt 60 cm hátt páskagóðgæti seljist í skyndi. Um er að ræða súkkulaðiegg sem er þakið 100 demöntum en hver þeirra er um hálft karat. Eggið er metið á tæplega 7 milljónir íslenskra króna. 12.4.2006 20:00
Öryggisráðið þarf að bregðast við af hörku Íranar hafa færst skrefi nær atómsprengjunni eftir að þeir tilkynntu í gær að þeim hefði tekist að auðga úran. Rússar skoruðu á Írana í morgun að láta af kjarnorkuvinnslu sinni. Kínverjar segja yfirlýsingar Írana ekki samræmast kröfum Sameinuðu þjóðanna. 12.4.2006 19:45
Þrjú sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg Þrjú svokölluð sjóræningjaskip sem skráð eru í Georgíu sáust á svæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar á Reykjaneshrygg í gær. Það var áhöfn TF-SYN, Fokkerflugvélar Landhelgisgæslunnar, sem kom auga á skipin í eftirlitsflugi. 12.4.2006 19:45
Standa við skýrsluna Þrátt fyrir að lánshæfismat íslensku bankanna sé nánast óbreytt segist fulltrúi Danske Bank standa við skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Hann vísar því á bug að bankinn hafi hagnast á að mála ástandið hér dökkum litum. 12.4.2006 19:07
Linsuvökvi veldur blindu Mest seldi linsuvökvi á Íslandi getur, við ákveðnar aðstæður, valdið augnsjúkdómum sem leiða til blindu. Þessar aðstæður eru meðal annars hiti og raki. Landlæknir kannar málið. 12.4.2006 18:57
Neytendasamtökin segja að málið vegna samráðs olíufélaganna sýni að brýn þörf sé á því að hægt sé að fara í hópmálsókn hér á landi. Þau segja að möguleikar neytenda á að fá bætur frá fyrirtækjum séu mun minni hér á landi en annars staðar, vegna þessa. 12.4.2006 18:30
Röng mynd dregin upp af kjörum ellilífeyrisþega Sú mynd sem Fjármálaráðuneytið dregur upp af kjörum ellilífeyrisþega er röng, segir hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Á meðan ríkið gefi með annarri sé tekið með hinni. 12.4.2006 18:30
Sex ára fangelsi fyrir sveðjuárás Átján ára gamall piltur, Tindur Jónsson, var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðist að öðrum pilti með stórum hnífi eða sveðju og hjó ítrekað í höfuð hans og líkama. 12.4.2006 18:24
Fimm bílar í árekstri Fimm bílar lentu í árekstri á Hringbraut í Reykjavík, skammt frá Stakkahlíð, um klukkan hálf sex. Ekki urðu þó nein meiðsl að ráði á fólki. Að sögn lögreglu hefur umferðin þrátt fyrir þetta almennt gengið vel fyrir sig en hún er mjög mikil á þessum síðasta virka degi fyrir páskahelgi. 12.4.2006 18:00
Horfir fram á sumarþing eða frestun mála fram á haust Magrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að halda verði sumarþing eða fresta málum fram á haustþing því ekki náist að klára öll þau mál sem lögð hafi verið fyrir þingið að undanförnu. Hún sakar ríkisstjórnina um hroðvirkni við vinnslu frumvarpa. 12.4.2006 17:30
Myndun ríkisstjórnar hefst á næstu dögum Romano Prodi, leiðtogi Ólívubandalags mið- og vinstri flokka á Ítalíu, segir viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar hefjast á næstu dögum. Silvio Berlusconi forsætisráðherra krefst þess að atkvæði í þingkosningunum verði talin á ný. 12.4.2006 17:30
Aðhefst ekkert vegna kaupa Fons á Skeljungi Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa eignarhaldsfélagsins Fons á olíufélaginu Skeljungi af Högum. Gengið var frá kaupunum í lok febrúar og verður Skeljungur dótturfélag Fons. 12.4.2006 17:15
Setuverkfallinu frestað Búið er að fresta viku setuverkfalli ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefjast átti hinn 21. apríl næstkomandi. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsfólksins, eru viðræður hafnar við forstöðumenn hjúkrunarheimilanna. 12.4.2006 17:03
4.431 undirskrift til stuðnings séra Sigfúsi Undirskriftir 4.431 íbúa í Reykjanesbæ voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir luktum dyrum í dómsmálaráðuneytinu í dag. Fólkið krefst þess að ráðherra skipi séra Sigfús B. Ingvarsson í stöðu sóknarprests í Keflavíkursókn. 12.4.2006 17:02
Harry prins orðinn herforingi Harry prins, sonur Karls Bretaprins, útskrifaðist í dag úr Sandhurst-herskólanum með mikilli viðhöfn. Harry, sem er 21 árs, hóf þjálfun í maí í fyrra og útskrifast sem herforingi. Hann hefur lýst yfir áhuga á að berjast í fremstu víglínu í Írak og Afganistan þar sem fjöldi breskra hermanna er nú. 12.4.2006 17:00
Öryggisráðið þarf að bregðast við af hörku segir Rice Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þarf að bregðast af hörku við fullyrðingum Írana frá í gær um að þeim hafi tekist að auðga úran. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12.4.2006 16:45
Akureyrarbær flytur viðskipti sín til Glitnis Akureyrarbær hefur ákveðið að flytja öll bankaviðskipti sín til Glitnis og tekur samningurinn til allra bankaviðskipta Akureyrarbæjar að undanskildum langtímalánum bæjarins. Þetta er í fyrsta skipti sem Akureyrarbær flytur bankaviðskipti sín milli viðskiptabanka frá árinu 1904. 12.4.2006 16:30
Sprengjuhótun í flugvél Ryanair Prestwick-flugvelli, rétt fyrir utan Glasgow í Skotlandi, var lokað í dag en farþegaflugvél var beint þangað vegna sprengjuhótunar. Áhöfn vélarinnar barst miði sem á stóð að búið væri að koma sprengju fyrir í vélinni. 12.4.2006 16:30
Vilja breyta eftirlaunalögum en deila um aðferðarfræði Samstaða er um það meðal allra flokka á Alþingi að breyta lögunum um eftirlaun stjórnmálamanna, en ágreiningur er um hversu langt á að ganga í málinu og hvort það þurfi að ná um það pólitískri samstöðu á þingi. 12.4.2006 16:24
TF-LÍF í tilraunaflugi yfir höfuðborgarsvæðinu Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er nú á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess til að athuga hvernig hún hefur komið út úr svo kallaðri þrjú þúsund tíma skoðun. Þyrlan hefur verið í slíkri skoðun frá því í febrúar en hún er framkvæmd á þrjú þúsund flugtíma fresti. Vonast er til að skoðuninni ljúki í dag. 12.4.2006 15:56