Endurgreiða gjöld og veita afslátt vegna stöðugleika í rekstri 13. apríl 2006 19:00 Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst greiða til baka hluta af gjöldum bæjarbúa til sveitarfélagsins á þessu ári og veita afslátt af dagvistargjöldum út árið. Bæjarstjóri segir þetta gert vegna stöðugleika sem náðst hafi í rekstri sveitarfélagsins. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær að endurgreiða íbúum fimmtán prósent af fasteignagjöldum þessa árs. Þá var einnig ákveðið að veita 20 prósenta afslátt af dagvistargjöldum frá 1. maí ásamt því að hækka um sömu prósentu niðurgreiðslur til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Þetta er gert vegna þess hve miklum rekstrarafgangi bæjarsjóður skilaði í fyrra. Hann nam um 151 milljón en það er 88 milljónum króna meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ákvörðunin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en nú sé að nást ákveðið jafnvægi í rekstri bæjarins. Bæjarstjórnin hafi velt þessu fyrir sér eftir ársreikninginn 2004 en þá hafi verið ákveðið að bíða og sjá hvort stöðugleiki næðist áfram. Hann sé væntanlega kominn til að vera og því sé eðlilegt að bæjarbúar njóti þess árangurs sem náðst hafi í rekstrarniðurstöðu bæjarfélagsins. Lítum á dæmi af fjögurra manna fjölskyldu með tvö ung börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla, sem greiðir um hundrað þúsund krónur í fasteignagjöld. Breytingarnar þýða að hún greiðir um 67 þúsund krónum minna til bæjarfélagsins en upphaflega var áætlað á árinu. Ragnheiður segir endurgreiðsluna á fasteignagjöldum og dagvistunarafsláttinn kosta bæinn um 63 milljónir króna fram til áramóta. Aðspurð hvort ekki sé um að ræða kosningabragð hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem stutt sé í kosningar segir Ragnheiður að ársreikningurinn sé afgreiddur á þessum tíma árs og það vilji svo til að það séu kosningar í vor. Fólk verði bara að velta því fyrir sér. Hún vilji skoða þetta í ljósi ársreikningsins sem liggi fyrir og hún vilji óska Mosfellingum til hamingju með þann glaðning sem þeir eigi í vændum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst greiða til baka hluta af gjöldum bæjarbúa til sveitarfélagsins á þessu ári og veita afslátt af dagvistargjöldum út árið. Bæjarstjóri segir þetta gert vegna stöðugleika sem náðst hafi í rekstri sveitarfélagsins. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær að endurgreiða íbúum fimmtán prósent af fasteignagjöldum þessa árs. Þá var einnig ákveðið að veita 20 prósenta afslátt af dagvistargjöldum frá 1. maí ásamt því að hækka um sömu prósentu niðurgreiðslur til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Þetta er gert vegna þess hve miklum rekstrarafgangi bæjarsjóður skilaði í fyrra. Hann nam um 151 milljón en það er 88 milljónum króna meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ákvörðunin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en nú sé að nást ákveðið jafnvægi í rekstri bæjarins. Bæjarstjórnin hafi velt þessu fyrir sér eftir ársreikninginn 2004 en þá hafi verið ákveðið að bíða og sjá hvort stöðugleiki næðist áfram. Hann sé væntanlega kominn til að vera og því sé eðlilegt að bæjarbúar njóti þess árangurs sem náðst hafi í rekstrarniðurstöðu bæjarfélagsins. Lítum á dæmi af fjögurra manna fjölskyldu með tvö ung börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla, sem greiðir um hundrað þúsund krónur í fasteignagjöld. Breytingarnar þýða að hún greiðir um 67 þúsund krónum minna til bæjarfélagsins en upphaflega var áætlað á árinu. Ragnheiður segir endurgreiðsluna á fasteignagjöldum og dagvistunarafsláttinn kosta bæinn um 63 milljónir króna fram til áramóta. Aðspurð hvort ekki sé um að ræða kosningabragð hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem stutt sé í kosningar segir Ragnheiður að ársreikningurinn sé afgreiddur á þessum tíma árs og það vilji svo til að það séu kosningar í vor. Fólk verði bara að velta því fyrir sér. Hún vilji skoða þetta í ljósi ársreikningsins sem liggi fyrir og hún vilji óska Mosfellingum til hamingju með þann glaðning sem þeir eigi í vændum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira