Innlent

Slagsmálahundar og launhálka í Reykjavík

Tveir menn voru handteknir fyrir að ganga í skrokk á þeim þriðja í Bankastræti í nótt og var þeim búinn næturstaður í fangaklefa. Fórnarlambið heimsótti slysadeild en mun ekki hafa verið mikið slasað.

7 árekstrar urðu í Reykjavík í nótt þegar frysti skyndilega um fjögurleytið, en ekki urðu þó mikil slys á fólki. Einnig valt bíll á Reykjanesbraut og annar ók út af á Vesturlandsvegi en meiðsl á fólki voru minniháttar. Þá voru 4 ökumenn teknir fyrir ölvun undir stýri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×