Erlent

Harðir bardagar milli öryggissveita og uppreisnarsveita talibana

Sundurskotið sjúkrahús í Suður-Afganistan
Sundurskotið sjúkrahús í Suður-Afganistan MYND/AP

Nærri fimmtíu féllu í hörðum bardögum milli öryggissveita og uppreisnarmanna úr röðum Talibana í suðurhluta Afghanistan í gær. Afghanskir og bandarískir hermenn gerðu áhlaup á vígi uppreisnarmannanna, með þeim afleiðingum að fjörutíu og einn féll í valinn.

Sex afghanskir hermenn létust einnig í átökunum, en fréttastofa AP hefur eftir embættismönnum á svæðinu að fleiri hafi fallið í misheppnuðum skotárásum frá bandarískum herþyrlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×