Erlent

Bush treystir Rumsfeld

Bush Bandaríkjaforseti segist treysta Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fullkomlega og að ásakanir um að hann hafi enga stjórn á málum herliðsins í Írak séu úr lausu lofti gripnar. Sex fyrrverandi hershöfðingjar í Bandaríkjaher hafa undanfarið gagnrýnt Rumsfeld opinberlega og sagt réttast að hann segði af sér vegna alls þess sem hefur klúðrast hjá herliðinu í Írak.

Bush telur þessar ásakanir fráleitar og sagði í gærkvöldi að stjórnunarhæfileikar Rumsfeld væru einmitt það sem þjóðin þyrfti á þessum hættulegu tímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×