Innlent

Gott skíðafæri um mest allt land

Hlíðarfjall
Hlíðarfjall MYND/Vísir

Flest skíðasvæði á landinu er opin í dag. Opið er á skíðasvæði höfuðborgarbúa í Bláfjöllum, í Hlíðarfjalli á Akureyri, í Tungudal á Ísafirði og í Oddskarði fyrir austan svo dæmi séu tekin. Á flestum stöðum er færið nokkuð gott og veður með ágætum. Í Bláfjöllum er nýfallinn snjór og skíðaleiðir því mjórri en venjulega en þar verður opið til klukkan sex í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×