Innlent

Sótti slasaðan sjómann af spænskum togara

Spænski togarinn Faruco
Spænski togarinn Faruco MYND/LHG

TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í dag slasaðan sjómann af spænskum togara sem staddur var 210 sjómílur suðvestur af Reykjanesi á karfaveiðum. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni er maðurinn með alvarlega brjóstholsáverka. Það var björgunarstjórnstöðin í Madríd sem hafði samband við Landhelgisgæsluna um klukkan sjö í morgun vegna málsins og var skipstjóranum sagt að sigla í átt að landi svo þyrlan gæti sótt manninn. Hún fór í loftið laust fyrir klukkan eitt en þá var skipið 150 sjómílur frá Reykjanesi. Þyrlan kom að togaranum á þriðja tímanum og hífði manninn um borð. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um stundarfjórðungi fyrir fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×