Innlent

Baldur á leið til Stykkishólms

Nýja Breiðafjarðarferjan, Baldur, er kominn til landsins, en til stóð að hann hæfi siglingar um Breiðafjörð í fyrradag. Frá því að gamla Breiðafjarðarferjan fór sína síðustu ferð um mánaðamótin hafa engar skipulegar siglingar verið til Brjánslækjar.

Skipið lagði af stað frá Hollandi seinna en áætlað var vegna veðurs og lenti síðan í vonskuveðri á heimleiðinni. Þegar sigla átti skipinu frá Hjaltlandseyjum á laugardag vildi ekki betur til en svo að það gerði brjálað veður og þurfti það því að snúa við til eyjanna. Það lagði svo af stað aftur á mánudag en ferðin gekk hægt.

Nú báturinn í Þorlákshöfn en hann heldur af stað til Stykkishólms í kvöld og tekur ferðin þangað rúmar 13 klukkustundir

Nýi báturinn er mun stærri en sá gamli, tekur 45 bíla og er um klukkustund skemur á leið yfir fjörðinn. Í batnum verða tveir veitingasalir, myndbandssalur, barnahorn og fyrir þá sem vilja sóla sig á leið yfir Breiðarfjörð og njóta útsýnisiins á eru sólstólar á dekkinu fyrir allt að 200 manns.

Engar ferðir hafa verið frá Stykkishólmi til Brjánslækjar síðan gamli Baldur hætti siglingum um síðustu mánaðarmót og því er marga farið að lengja eftir nýja bátnum.Fyrstu ferðir Baldurs yfir Breiðarfjörð verða - ef allt gengur að óskum - á mánudag en fullbókað er í fyrstu ferðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×