Fleiri fréttir

Vél Iceland Express í lágflugi yfir Reykjavík

Flugfélagið Iceland Express fagnar því í þessari viku að þrjú ár eru liðin frá fyrsta flugi félagsins. Hefur félagið ákveðið að taka þrjár vélar af gerðinni MD-90 í notkun og kom sú fyrsta til landsins í dag. Í tilefni af því stóð Iceland Express fyrir samkeppni um bestu ljósmyndina af komu vélarinnar og voru allnokkri mættir við flugvöllinn og upp í Perlu til þess að ná myndum af vélinni.

Impregilo áfrýjar dómi vegna vanreiknaðra launa

Impregilo ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun, sem dæmdi Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa.

Óbreytt í efstu sætunum hjá Framsókn í borginni

Nú rétt í þessu var verið að tilkynna hverjir skipa fjögur efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skipar fyrsta sætið. Í öðru sæti er Óskar Bergsson, þriðja sætið skipar Marsibil Sæmundsdóttir og í því fjórða er Ásrún Kristjánsdóttir.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfallsboðun

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fara í verkfall eftir rúman hálfan mánuð hafi ekki verið gerðir við þá samningar fyrir þann tíma. Mikill meirihluti þeirra samþykkti verkfall í atkvæðagreiðslu sem talið var úr í dag. 97,8 prósent samþykkt verkfallsboðun og nei sögðu 2,1 prósent.

Listi framsóknarmanna í Mosfellsbæ tilbúinn

Félagsfundur í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar sem haldinn var í gærkvöldi samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar félagsins um skipun framboðslista framsóknarmanna B-listann í Mosfellsbæ vegna komandisveitarsjórnarkosninga 2006.

Tafir á talningu atkvæða vegna verkfalls

Tafir hafa orðið á talningu á atkvæðum í atkvæðagreiðslu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um boðun verkfalls og útlit er fyrir að niðurstaðna sé ekki að vænta fyrr en um klukkan þrjú.

Impregilo sakfellt vegna vangoldinna launa

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun ítalska verktakafyrirtækið Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa.

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum fjórða daginn í röð

Fjórða daginn í röð mælist svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Ef veður verður áfram stillt er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum segir í tilkynningu frá umhverfissviði. Áfram er þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða asma, ráðlagt að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum.

Slitnaði upp úr fundi ESB-velda og Írans

Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki í næstu viku að gripið verði til aðgerða gegn Íran. Í morgun slitnaði upp úr fundi milli Írana og stórvelda Evrópu, þar sem reyna átti að ná sáttum.

Tilkynnt í dag hverjir skipa efstu sætin á lista Framsóknar

Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, tilkynnir á blaðamannafundi klukkan tvö í dag hverjir skipa fyrstu fjögur sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tæpar fimm vikur eru frá prófkjöri flokksins, þar sem Björn Ingi lenti í fyrsta sæti.

Atkvæðagreiðslu slökkviliðsmanna lokið

Atkvæði verða talin í atkvæðagreiðslu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um boðun verkfalls. Niðurstaða talningarinnar ætti að liggja fyrir um klukkan eitt.

Fullt á fæðingardeildinni

Fullt er orðið bæði í Hreiðrinu og á sængurkvennadeild Landspítalans, tveimur dögum eftir að samningur ljósmæðra í heimaþjónustu og Tryggingastofnunar rann út. Deildarstjórar sjá fram á að þurfa að þrengja að nýbökuðum mæðrum og kalla út aukamannskap í dag eða kvöld verði ekki samið í kjaradeilunni.

Hafnaði beiðni 101 fasteignafélags

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun beiðni 101 Fasteignafélags um að samningur þeirra við Stafna á milli og fleiri félög um kaup á húsnæði við Laugarveg, Frakkastíg og Hverfisgötu yrði þinglýstur.

Kópavogur í mál við Orkuveituna

Mál Kópavogsbæjar gegn Orkuveitu Reykjavíkur var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Málið má rekja til þess að starfsmenn Orkuveitunnar meinuðu verktökum á vegum Kópavogsbæjar um aðgang að borsvæði við Vatnsendakrika. Þá höfðu þegar verið gerðar nokkrar tilraunaboranir eftir neysluvatni.

Segja Arla hafa tapað fjórum milljörðum á Múhameðsteikningum

Útlit er fyrir að danski mjólkuvöruframleiðandinn Arla hafi tapað um fjórum milljörðum íslenskra króna á því að vörur fyrirtækisins voru sniðgengnar í löndum múslíma vegna Múhameðsteikninganna. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar.

550 eiga yfir 50 milljónir króna

Um það bil 550 einstaklingar eiga yfir 50 milljónir króna í hlutabréfum, samkvæmt Kauphallartíðindum, og er þá aðeins átt við einstaklinga, sem eiga beint í viðkomandi félögum, en ekki í gegn um eignarhaldsfélög eða verðbréfasjóði.

Hlýjasti febrúarmánuður í 40 ár

Nýliðinn febrúarmánuður var sá hlýjasti í Reykjavík í fjörutíu ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Meðalhitinn mældist 3,3 gráður, eða tæpum þremur gráðum yfir meðallagi.

Leggja blóm og kerti við slysstað

Mikill fjöldi blóma og kerta hefur verið lagður að ljósastaur á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttur sem lést þar í bílslysi aðfaranótt þriðjudags.

Álftanesvegur boðinn út í haust

Um það bil hálfum milljarði króna verður varið í endurbyggingu Álftanesvegar frá Engidal að vegamótum Bessastaðavegar. Verkið verður boðið út seint á þessu ári en ekki er þó gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en á næsta ári.

Fjórir dæmdir fyrir misþyrmingar

Héraðsdómur Norðurlands Eystra hefur dæmt mennina fjóra, sem réðust á 17 ára pilt á Akureyri fyrir ári, misþyrmdu honum og skildu eftir klæðalítinn í húsasundi í frosti.

Glitter dæmdur í þriggja ára fangelsi

Gamli rokkarinn Gary Glitter var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ósæmilega hegðun með tveimur ungum stúlkum frá Víetnam í fyrra.

Varð til happs að lenda í fullu fiskikari

Sjómaður á netabáti slapp ótrúlega vel þegar hann féll fimm metra ofan í lest bátsins þegar verið var að landa í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Það varð honum til happs að lenda ofan í fullu fiskikari og tók fiskurinn af honum mesta höggið.

Fjórtán hafa verið handteknir eftir rán í Bretlandi

Fjórtandi maðurinn hefur verið handtekinn vegna stærsta ráns sem framið hefur verið í Bretlandi. Þá standa stífar yfirheyrslur enn yfir tveim hinna handteknu, eftir að dómstóll samþykkti í gærkvöldi að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim um sólarhring.

Vetrarfærð víða fyrir norðan og austan

Vetrarfærð er víða á Norðurlandi eystra og Austurlandi, hálka, hálkublettir eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hvergi er þó fyrirstaða á vegum.

Fundahlé í kjaradeilu slökkviliðsmanna

Samningafundi Landssambands slökkviliðs-og sjúkrafutningamanna við fulltrúa ríkisins, var frestað hjá Ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi , eftir að hafa staðið í tíu klukkustundir. Fundi verður fram haldið eftir hádegi.

Frekara klúður vegna Katrínar kemur í ljós

Klúður embættismanna eftir að fellibylurinn Katrín skall á Bandaríkjunum er alltaf að koma betur og betur í ljós. Nú hefur AP-fréttastofan komist yfir myndband þar sem ríkisstjóri Louisiana fullvissar fulltrúa stjórnvalda um að flóðvarnir New Orleans hafi ekki brostið nokkrum klukkustundum eftir að fellibylurinn reið yfir.

Al-Qaida hyggi á stórárás í Írak

Hryðjuverkasamtökin al-Qaida hyggjast fremja stóra hryðjuverkaárás í Írak á næstunni. Þetta hefur fréttastofa CBS eftir bandarískum embættismönnum í landinu.

Tyggjói klesst á dýrmætt málverk

Tólf ára gamall óþekktarormur frá Detroit í Bandaríkjunum hefur verið rekinn úr skóla fyrir að hafa skemmt verðmætt málverk.

Ólga vex vegna Nagorno-Karabakh

Spenna er tekin að magnast á ný á milli Armena og Asera vegna hins umdeilda Nagorno-Karabakh-héraðs, sem er að mestu byggt fólki af armensku bergi brotnu enda þótt það sé í Aserbaídsjan.

Atlaga gerð að fjölmiðlum í Kenía

Stjórnvöld í Kenía hafa viðurkennt að hafa í gærkvöldi sigað öryggislögreglu sinni á höfuðstöðvar eins stærsta fjölmiðlafyrirtæksis landsins.

Nýsir reisir tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar

Fyrirtækið Nýsir hyggst reisa tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar. Í nýbyggingunni verður fjögurra sala kvikmyndahús sem mun rúma 1.000 manns, 36 brauta keilusalur og þemasýning sem ber nafnið "Auga Óðins" en henni verður komið fyrir neðanjarðar.

Ljósmæður áhyggjufullar vegna stöðu mála

Ljósmæður eru áhyggjufullar með að kjarabarátta þeirra muni dragast á langinn en enn hefur enginn fundur verið ákveðinn milli þeirra og sanminganefndar skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn.

KGB enn á sveimi

Öryggislögregla Hvíta-Rússlands, sem ber nafnið KGB, handtók í dag fjölmarga stjórnarandstæðinga og starfsmenn félagasamtaka.

Fjölmennir minningartónleikar

Hátt á tvöhundrað manns sóttu góðgerðartónleika í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, sem haldnir voru til minningar um Þóreyju Guðmundsdóttir sem lést í bílslysi á Hnífdalsvegi í janúar.

Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fresta máli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni á meðan endurupptökubeiðni Hannesar er til meðferðar fyrir enskum dómstóli en málið verður tekið fyrir þar á morgun.

Rússar réðu tilræðismann páfa

Ítölsk þingnefnd, sem hefur rannsakað tilræðið við Jóhannes Pál páfa annan árið 1981, segir óyggjandi sannanir fyrir því að ráðamenn í Moskvu hafi staðið fyrir tilræðinu.

Undirrituðu samstarfssamning

Landhelgisgæslan og ríkislögreglustjóri gerðu með sér formlegan samstarfssamning í dag. Stofnanirnar tvær hafa lengi átt gott og mikið samstarf en formlegur samningur hefur ekki verið gerður fyrr en nú. Þau verkefni með kveðið er á í samningnum er meðal annars leit, björgun og almannavarnir, sameiginlegt bátaeftirlit, gagnkvæmur stuðningur stofnanna við lögregluaðgerðir á sjó og landi, siglingavernd og sameiginleg þjálfun.

Fjórir ungir karlmenn dæmdir fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag fjóra karlmenn á aldrinum 18 til 25 ára í fjögurra og sex mánaða fangelsi, fyrir stórfellda líkamsárás á 17 ára pilt sem þeir misþyrmdu í mars á síðasta ári og skildu eftir á nærbuxum einum í húsasundi í 6 stiga frosti. Sá er þyngsta dóminn hlaut var dæmdur í 18 mánaða fangelsi.

Fresta þarf framkvæmdum vegna álvers á Húsavík

Ef álver verður byggt við Húsavík þarf að slá öðrum stórframkvæmdum á frest; annars verður hætta á ofþenslu í efnahagslífinu. Hagfræðingar vara við þessu og nefna framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng, Sundabraut, tónlistarhús og hátæknisjúkrahús sem þurfi þá að slá á frest.

Bush virðist hafa logið

Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa sagt ósatt um að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar og að hann kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans borgar. AP-fréttastofan hefur komist yfir myndbandsupptöku frá 28. ágúst þar sem embættismenn vara Bush við því að New Orleans borg kunni að fara á kaf eftir að fellibylurinn hafi gengið yfir.

Sjá næstu 50 fréttir