Innlent

Fresta þarf framkvæmdum vegna álvers á Húsavík

Ef álver verður byggt við Húsavík þarf að slá öðrum stórframkvæmdum á frest; annars verður hætta á ofþenslu í efnahagslífinu. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands.

Álver við Húsavík er nokkuð fast í hendi, fátt virðist geta komið í veg fyrir stækkun Álversins í Straumsvík og Suðurnesjamenn vilja sitt álver í Helguvík. Auk þessa á að grafa héðinsfjarðargöng fyrir 6-7 milljarða króna, Leggja Sundabraut fyri 10-15 milljarða, Byggja tónlistarhús fyrir 23,5 milljarða og reisa ´hátæknisjúkrahús fyrir 30-40 milljarða króna.

Allt þetta er of mikið fyrir efnahagslífið segir Tryggvi Þór. Hann varar við því að of geist sé farið en segist hafa fulla trúa á að skynsemin verði látin ráða og t.d. tónlistarhúsi og hátæknisjúkrahúsi verði frestað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×