Innlent

Fjölmennir minningartónleikar

Hátt á tvöhundrað manns sóttu góðgerðartónleika í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, sem haldnir voru til minningar um Þóreyju Guðmundsdóttir sem lést í bílslysi á Hnífdalsvegi í janúar. Á fréttavefnum Bæjarins besta kemur fram að alls hafi 192 þúsund krónur safnast á tónleikunum en ágóði tónleikannar rennur óskertu í unglingastarf Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar en Þórey var bæði félagi og þjálfari hjá íþróttafélaginu. Tónleikarnir voru skipulagðir í tengslum við Sólrusuhátíð Menntaskólans á Ísafirði en Þórey var nemi skólann. Tónlistarmennirnir Ragnheiður Gröndal, Haukur Gröndal, KK, Birgir Olgeirsson og Sunneva Sigurðardóttir komu fram á tónleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×