Erlent

Al-Qaida hyggi á stórárás í Írak

MYND/AP

Hryðjuverkasamtökin al-Qaida hyggjast fremja stóra hryðjuverkaárás í Írak á næstunni. Þetta hefur fréttastofa CBS eftir bandarískum embættismönnum í landinu. Ekki liggur fyrir hvort ætlunin sé að fremja eina stóra árás, eða margar árásir á sama tíma, en tilgangurinn sé að ýta landinu endanlega út í borgarastyrjöld. Eins og síðasta föstudag verður öll umferð einkabíla bönnuð í Bagdad í dag eftir að útgöngubanni næturinnar lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×