Innlent

Vél Iceland Express í lágflugi yfir Reykjavík

Flugfélagið Iceland Express fagnar því í þessari viku að þrjú ár eru liðin frá fyrsta flugi félagsins. Hefur félagið ákveðið að taka þrjár vélar af gerðinni MD-90 í notkun og kom sú fyrsta til landsins í dag. Í tilefni af því stóð Iceland Express fyrir samkeppni um bestu ljósmyndina af komu vélarinnar og voru allnokkri mættir við flugvöllinn og upp í Perlu til þess að ná myndum af vélinni. Flugvélin fór hring í kringum höfuðborgarsvæðið og flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli og óhætt er að segja að veðurguðirnir hafi blessað vélina við komuna til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×