Innlent

Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms

Mynd/Vilhelm

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fresta máli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni á meðan endurupptökubeiðni Hannesar er til meðferðar fyrir enskum dómstóli en málið verður tekið fyrir þar á morgun.

Jón stefndi Hannesi fyrir dóm á Englandi fyrir ummæli sem Hannes setti fram á heimasíðu sinni. Ummælin voru birt á ensku og stendi Jón því Hannesi á þeim forsendum að þau hefðu valdið sér tjóni. Hannes var fjarverandi þegar dómur var kveðinn upp á Englandi en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hannesi bæri að greiða Jóni skaðabætur. Jón krafðist þess síðan fyrir íslenskum dómstólum að dómurinn yrði árettaður og á það var falist. Hannes krefðist þess þá að dómnum yrði frestað þar til hann hefðu fengið dóminn endurupptekinn í Englandi og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það 23. janúar síðastliðinn. Máli Jóns gegn Hannesi er því frestað til föstudagsins 21. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×