Fleiri fréttir

Líkbrennslur loks heimilaðar

Gríska þingið samþykkti í dag frumvarp þar sem líkbrennslur eru heimilaðar í fyrsta sinn í sögu landsins.

Skipað í embætti prests í Hallgrímskrikju

Sr. Birgir Ásgeirsson hefur verið veitt embætti prests í Hallgrímskirkjuprestakalli. Alls sóttutíu umsækjendur um um embættið en umsóknarfrestur rann út 17. febrúar síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára í senn að fenginni niðurstöðu valnefndar. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum úr prestakallinu auk vígslubiskupsins í Skálholti.

Búið að slökkva eld á Lynghálsi

Búið er að slökkva eld í húsakynnum Stöðvar 2 og verið er að reykræsta húsið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar eldsins varð vart um fjögurleitið. Talið er að eldur hafi kviknað í eldhúsi en mikill reykur var í húsinu. Starfsfólk komst út í tæka tíð og enginn var fluttur á slysadeild. Allar útvarpsstöðvar duttu út vegna eldsins.

Rúm fyrir álver og stækkun

Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi.

Eldur í húsakynnum Stöðvar 2

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað úr rétt í þessu vegna elds í húsakynnum Stöðvar 2 á Lynghálsi. Allt starfólk komst út við illan leik en talið er að eldur hafi kviknaði í í eldhúsi, hugsanlega út frá loftræstingu, en frá eldhúsinu leggur mikinn reyk. Allar útvarpsstöðvar eru dottnar út vegna eldsins. Reykkafarar eru komnir inn í húsið og verið er að slökkva eldinn.

Gullæði á Norðurlandi

Gullæði hefur gert vart við sig á Norðurlandi í kjölfar fyrirætlana Alcoa um álver á Húsavík. Mikið verður byggt, fasteignaverð þýtur upp og samgöngur verða bættar.

Vígamenn á ferli í Bagdad

Vígamenn í Írak víla nú ekki fyrir sér að ráðast á hverfi þar í landi sem hingað til hafa verið friðhelg. Mikil spenna er í landinu og mannfall hefur verið töluvert hvern dag síðan ein helgasta moska sjía-múslima í Írak var sprengd í loft upp í síðustu viku. Minnst þrettán féllu í árásum í höfuðborginni í morgun og undir hádegi var gerð árás á bílalest Adnas al-Dulaimi, helsta leiðtoga súnnía í Írak.

DV braut siðareglur blaðamanna

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að DV hafi gerst brotlegt á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins þegar það birti forsíðufyrirsögnina „Hafnfirskur gleraugnasali selur tæki sem á að lækna fuglaflensu" og fyrirsögn á bls. 8 þar sem stóð ,,Lækning við fuglaflensu í Hafnarfirði". Kemst Siðanefndin að þeirri niðurstöðu að brotið sé ámælisvert.

Kemur til greina að nota tálbeitur

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Umsókn Bauhaus frestað vegna athugasemda

Borgarráð frestaði enn einu sinni afgreiðslu á umsókn bygginarvörukeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun í landi Úlfarsfells, í þetta sinn vegna lögfræðiálits sem barst frá BYKO og mótmæla frá Mosfellsbæ. BYKO ásælist einnig lóðina þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóð skammt frá.

Vissi af hættunni

George Bush Bandaríkjaforseti vissi að fellibylurinn Katrín kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans degi áður en fellibylurinn skall á borgina. Eftir að neyðaraðstoð hafði gjörsamlega brugðist sagði forsetinn hins vegar að enginn hefði getað séð fyrir hve miklar afleiðingarnar yrðu.

Tímamótasamkomulag um kjarnorkuþróun

Bandaríkjamenn og Indverjar skrifuðu í morgun undir tímamótasamkomulag um kjarnorkuþróun. Tugþúsundir manna hafa í allan dag mótmælt heimsókn Bush Bandaríkjaforseta til Indlands og í Pakistan féllu tveir í sprengjuárás fyrir utan ræðismanns skrifstofu Bandaríkjanna.

20 dauðir fuglar finnast í Oskarshamn

Tuttugu dauðir fuglar fundust í gær við kjarnorkuverið í Oskarshamn í Suður-Svíþjóð. Óttast er að fuglaflensa hafi orðið þeim að bráð.

Opnaði nýja starfsstöð Actavis

Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnaði í dag nýja starfsstöð fyrir dótturfélag Actavis Group, Lotus Labs, í borginni Bangalore á Indlandi. Nýskipaður sendiherra Íslands á Indlandi, Sturla Sigurjónsson, og viðskiptasendinefnd frá Íslandi voru einnig viðstödd opnunina. Starfsstöðin mun hýsa skrifstofur, rannsóknarstofur og aðstöðu fyrir frásogsrannsóknir. Vel á þriðja hundrað manns munu starfa í starfsstöðinni sem Actavis segir mjög mikilvæga fyrir starfsemina á Indlandi.

Stórtækar hugmyndir um framkvæmdir á Norðurlandi

Ný brú yfir Skjálfandafljót, uppbygging Húsavíkurflugvallar, og jarðgöng undir Vaðlaheiði eru meðal þeirra hugmynda sem fá byr undir báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík. Menn sjá fyrir sér að Húsavík og Akureyri verði eitt atvinnusvæði með tilkomu álversins, en göngin myndu stytta leiðina á milli um 16 kílómetra og með nýjum vegkafla og nýrri brú yfir Skjálfandafljót myndi leiðin styttast enn.

Lögregla rannsakar landhelgisbrot

Lögregla hefur í allan morgun vaktað íslenskt fiskiskip sem kom til Sandgerðis undir morgun, eftir að hafa verið staðið að ólöglegum línuveiðum suðvestur af landinu í gær. Þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar var að fljúga yfir svæðið í gær tók áhöfnin eftir því að skipið var á lista Fiskistofu yfir skip, sem svipt hafa verið veiðileyfi, en slíkt er landhelgisbrot.

Mikill missir vegna lítils penings

Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.

Borgarráð ræðir um lóð handa Bauhaus

Borgarráð kom saman til fundar klukkan ellefu þar sem meðal annars átti að taka fyrir umsókn byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun undir Úlfarsfelli.

Vegur lokaður milli Egilsstaða og Seyðisfjarða

Vegurinn á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokaður og verður það næsta klukkutímann eða svo á meðan verið er að reyna að ná flutningabíl sem valt þar í gær upp á veginn.

Kemur vel til greina að nota tálbeitur

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi nú rétt fyrir fréttir.

Öll tiltæk ráð

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað ísraelskum öryggissveitum að beita öllum tiltækum ráðum í baráttu sinni við herskáa Palestínumenn. Ofbeldisverk þeirra geng Ísraelum hafa verið tíð síðustu vikur og hefur það aukið þrýsting á Olmert í aðdraganda þingkosninganna síðar í mánuðinum.

Tilræði við stjórnmálaleiðtoga súnnía

Byssumenn gerðu nú fyrir hádegi árás á bílalest Adnans al-Dulaimi, eins helsta stjórnmálaleiðtoga súnní-múslima í Írak. Öryggisvörður hans lést í árásini og þrír særðust.

Grunur um kúariðu í Svíþjóð

Grunur leikur á að fyrsta tilfelli kúariðu hafi greinst í Mið-Svíþjóð. Þegar hræ af tólf ára gamalli kýr var rannsakað komu í ljós einkenni sjúkdómsins. Sýni hafa verið send til rannsóknarstöðvar Evrópusambandsins í Bretlandi svo hægt sé að fá staðfest hvort um kúariðu er að ræða.

Listi Vinstri-grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Vinstri hreyfingin - grænt framboð í Hafnarfirði samþykkti tillögu um efstu sæti framboðslista til bæjarstjórnarkosninga í vor á opnum félagsfundi sl. þriðjudag. Á næstu vikum mun VG í Hafnarfirði kynna helstu kosningamál sín fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði.Efsta sætið skipar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi Flensborgarskóla.

Barn og tvær konur meðal látinna

Að minnsta kosti 8 létu lífið og 14 særðust þegar vegsprengja sprakk nálægt markaði í suð-austurhluta Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Meðal þeirra sem létu lífð voru barn og tvær konur. Lögregla rýmdi markaði eftir að önnur sprengja fannst þar skömmu síðar. Hún var þegar gerð óvirk.

Hvetur ráðherra til að endurskoða lög

Framkvæmdarstjórn Öryrkjabandalagsins styður þau sjónarmið sem fram koma í skýrslu Tryggingastofnunar um réttlátari notendagjöld á sjúkratryggingum á Íslandi. Í ályktun sem bandalagið hefur sent frá sér hvetur það heilbrigðisráherra til að skoða skýrsluna með jákvæðum og opnum huga og hefja þegar í stað endurskoðun laga og reglna í samstarfi við hagsmunasamtök.

Launamunur kynjanna innan ESB 15 prósent

Launamunur kynjanna í löndum Evrópusambandsins er 15 prósent samkvæmt nýrri skýrslu frá framkvæmdastjórn sambandsins. Þar kemur fram að hægt þokist í þessum málum og að margar konur innan ESB fari af vinnumarkaði vegna þess að þeim gangi illa að samtvinna vinnu og fjölskyldulíf.

Fleiri fuglar finnast dauðir í Svíþjóð

Hátt í tuttugu dauðir fuglar fundust í gær nærri kjarnorkuverinu í Oskarshamn í Suður-Svíþjóð, en þar fundust á þriðjudag endur sem taldar eru hafa drepist úr hinum banvæna H5N1-stofni fuglaflensunnar. Fuglarnir hafa verið sendir til rannsóknar. Stjórnvöld í Svíþjóð hafa aukið eftirlit á svæðinu og hyggjast nú fela strandgæslunni að að leita að dauðum fuglum meðfram ströndum landsins.

Fuglaflensa í Serbíu

Fuglaflensa hefur greinst í fyrsta sinn í Serbíu. Yfirvöld þar í landi greindu frá því í morgun. H5 stofn flensunnar greindist í svanshræi sem fannst nálægt landamærunum að Króatíu.

Álver á Húsavík rætt á þingi síðdegis

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur farið fram á utandagskrárumræðu um fyrirhugað álver á Húsavík. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur samþykkt að vera fyrir svörum og hefst utandagskrárumræðan klukkan 13.30.

Varamaður fyrir varamann

Jón Kr. Óskarsson tók sæti á Alþingi sem varamaður við upphaf þingfundar í dag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann tekur sæti á þingi í stað varaþingmannsins Söndru Franks, sem hafði áður verið kölluð inn á þing sem varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur.

Bók sem allir verða að lesa

"To kill a Mockingbird" eftir Harper Lee var valin, á Degi bókarinnar í Bretlandi, sú bók sem allir ættu að lesa áður en þeir deyja. Bókin sló við ekki ómerkari bókum en Biblíunni, sem lenti í öðru sæti og Hringadróttinssögu sem hafnaði í því þriðja. Bókin gerist á fjórða áratugnum í Suðurríkjum Bandaríkjanna og fjallar um svartan mann sem er ranglega sakaður um að hafa nauðgað hvítri stúlku og hlaut höfundurinn Pulitzer Prize verðlaunin fyrir hana á sínum tíma

Biðja Skandinava að yfirgefa Vesturbakkann

Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið alla skandinavíska starfsmenn sína að yfirgefa Vesturbakkann vegna alvarlegra hótana um að nema á brott eða drepa skandinavíska erindreka á svæðinu.

Gorbatsjev 75 ára í dag

Míkhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, er 75 ára í dag. Gorbatsjev er enn í fullu fjöri og beitir nú kröftum sínum aðallega í þágu umhverfisverndar og góðgerðamála.

Réttarhöld yfir Gary Glitter hafin

Réttarhöldin yfir rokkstjörnunni Gary Glitter hófust í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað tvær stúlkur, tíu og ellefu ára gamlar, á heimili sínu í suðurhluta Víetnams.

Guðrún Ágústa efst hjá VG

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskóla, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við bæjarstjórnarkosningar í vor. Annað sæti listans skipar Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regnbogabarna.

Öryrkjar skora á heilbrigðisráðherra

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að heilbrigðisráðherra hefji þegar í stað endurskoðun laga og reglna um notendagjöld í heilbrigðiskerfinu.

Misstu allt sitt í eldsvoða í Sælingsdal

Fjögurra manna fjölskylda missti heimili sitt í eldsvoða, þegar íbúðarhúsið í Sælingsdal í Dalasýslu eyðilagðist í eldi í gær. Íbúarnir voru ekki heima þegar vegfarandi sá reyk leggja frá húsinu og gerði slökkviliði viðvart.

Segir Icelandic Group selja ólöglega veiddan þorsk

Breska blaðið The Guardian segir að íslenska fyrirtækið Icelandic Grop, sem áður hét SH, selji ólöglega veiddan þorsk úr Barentshafi, sem veiddur sé utan kvóta og fari á svartan markað.

Þyrlur ekki enn komnar í gagnið aftur

Landhelgisgæslan hefur ekki enn á að skipa nothæfri þyrlu þar sem viðgerðin á minni þyrlunni, TF SIF, hefur dregist á langinn vegna skorts á varahlutum. Hún átti að komast í gangið í fyrradag en er enn í viðgerð.

Rætt um heimild til að nota tálbeitur

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út í heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Jarðgöng undir Vaðlaheiði vegna álvers?

Hugmyndir um jarðgöng undri Vaðlaheiði við Akureyri hafa nú fengið byr undri báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík í gær.

Sjá næstu 50 fréttir