Innlent

Varð til happs að lenda í fullu fiskikari

Sjómaður á netabáti slapp ótrúlega vel þegar hann féll fimm metra ofan í lest bátsins þegar verið var að landa í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Það varð honum til happs að lenda ofan í fullu fiskikari og tók fiskurinn af honum mesta höggið.

Maðurinn var þó fluttur á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar og rannsókna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×